Frá Félagi hafnarverkamanna á Íslandi Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 7. október 2024 08:45 Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hafnarmál Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson Tengdar fréttir Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03 Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02 Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Enn og aftur er Félag Hafnarverkamanna að fara fyrir félagsdóm, en næstkomandi mánudag verður fyrirtaka í máli okkar gegn SA fyrir hönd Eimskips og ASÍ fyrir hönd Eflingar. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem FHVI fer fyrir félagsdóm til að fá úrskurð í sínum málum. Nú er það vegna þess að SA segir að það sé forgangsréttur á höfninni og Efling hafi í raun einkarétt á störfum á svæðinu og að ekki sé leyfilegt að semja við önnur félög. Þetta telur stjórn FHVI vera brot á félagafrelsi og algjörlega óásættanlegt miðað við þá stöðu sem Félag Hafnarverkamanna er í núna. SA neitar að semja við félagsmenn FHVI þar sem Efling sé með forgangsréttar ákvæði. Félagsmenn FHVI hafa verið mjög þolinmóðir og beðið eftir samningi við Eimskip, en ekki fengið, og núna er önnur töf á því að fá samning eða bara viðræður um samning. Þetta sýnir félagsmönnum FHVI að Eimskip er einungis að hugsa um sjálft sig en ekki starfsmenn sína. Starfsmenn eru nú þegar farnir að ræða um aðgerðir milli sín hvað hægt er að gera til að sýna stjórn og eigendum Eimskips að þeim sé alvara. Það eina sem félagsmenn vilja er að Eimskip viðurkenni tilvist þeirra félags og að samningsrétturinn sé hjá þeim, og að Eimskip muni nú setjast niður og semja við þá. Félag Hafnarverkamanna á Íslandi stendur fast á sínu og leggur áherslu á mikilvægi þess að virða félagafrelsi og rétt allra starfsmanna til að velja sér stéttarfélag. Við trúum því að samstaða og samvinna séu lykilatriði í að ná sanngjörnum og réttlátum samningum sem tryggja betri starfsskilyrði fyrir alla hafnarverkamenn. Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að standa saman á þessum krefjandi tímum og sýna samstöðu í baráttunni fyrir réttindum okkar. Með sameinuðum krafti getum við náð fram breytingum sem munu hafa jákvæð áhrif á framtíð okkar og framtíð komandi kynslóða hafnarverkamanna. Við vonumst til að Eimskip sjái mikilvægi þess að eiga uppbyggileg samskipti og vonum að við getum náð farsælum samningum sem gagnast öllum aðilum. Við erum staðráðin í að halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og munum ekki láta deigan síga fyrr en markmiðum okkar hefur verið náð. Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Verkalýðsbarátta hefur lengi verið hornsteinn í íslenskri samfélagsgerð, þar sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir betri kjörum, réttindum og vinnuaðstæðum fyrir launafólk. 17. september 2024 13:03
Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. 27. ágúst 2024 11:02
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun