Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 08:33 Moise Kean hljóp strax til Alberts Guðmundssonar og fagnaði með honum eftir mark Alberts sem tryggði Fiorentina sigur í gær. Getty Albert Guðmundsson tryggði Fiorentina 2-1 sigur gegn stórveldi AC Milan með frábæru skoti, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann tók hins vegar ekki víti Fiorentina í leiknum. Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun. Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun.
Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira