Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 08:33 Moise Kean hljóp strax til Alberts Guðmundssonar og fagnaði með honum eftir mark Alberts sem tryggði Fiorentina sigur í gær. Getty Albert Guðmundsson tryggði Fiorentina 2-1 sigur gegn stórveldi AC Milan með frábæru skoti, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann tók hins vegar ekki víti Fiorentina í leiknum. Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun. Ítalski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Albert hafði skorað úr tveimur vítaspyrnum í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina og því mátti búast við að hann tæki víti sem Fiorentina fékk í fyrri hálfleik í gær. Þá spyrnu tók hins vegar Moise Kean, sem líkt og Albert var fenginn til Fiorentina í sumar, og var slök spyrna hans varin. Þess má geta að Milan fékk einnig víti í leiknum, og það tvö, en David de Gea varði báðar spyrnurnar. Öll helstu atvikin má sjá hér að neðan. Eftir leik var Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, spurður að því hvort ekki væri forgangslisti yfir það hver tæki vítin hjá liðinu. Kom þá í ljós að Albert hefði leyft Kean að taka spyrnuna. „Efstur er [Albert] Guðmundsson, og næstur er Kean. Albert var gjafmildur og gaf honum spyrnuna. Ég kann að meta það þegar hlutirnir eru gerðir í sátt og samlyndi. Þeir tveir grínuðust með þetta í búningsklefanum,“ sagði Palladino sem er afar ánægður með Íslendinginn í sínu liði. „Hann er meistari. Mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann kom rétt fyrir lok félagaskiptagluggans og var að glíma við minni háttar vöðvameiðsli. Hann á því enn eftir að komast í sitt besta ástand en hann kann að spila fótbolta og fórna sér. Við erum ánægðir með hann, rétt eins og svona sigra,“ sagði Palladino samkvæmt Tutto Mercato Web. Kean: Skiljum hvorn annan fullkomlega Ljóst er að vonir standa til þess að Albert og Kean, sem áður lék með Juventus en var einnig hjá Everton og PSG, nái saman og búi til fjölda marka hjá Fiorentina. Kean kom boltanum á Albert í sigurmarkinu í gær, þó að Albert hafi átt langmestan heiður að því marki, og ítalski landsliðsmaðurinn talaði vel um Albert í viðtali í síðustu viku. „Hann er stórkostlegur leikmaður og við skiljum hvorn annan fullkomlega. Við erum með gott lið og núna erum við sífellt að læra betur hver á annan,“ sagði Kean eftir sigurinn gegn The New Saints í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur Fiorentina er því ekki fyrr en 20. október, gegn Lecce. Albert er ekki í íslenska landsliðshópnum þar sem að hann bíður niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, vegna ákæru fyrir nauðgun.
Ítalski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira