Innlent

Gler­brot í lauginni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sunlaug Seltjarnarness.
Sunlaug Seltjarnarness. Vísir/Arnar

Stóra laugin í Sundlaug Seltjarnarness var lokuð í morgun afþví að glerbrot voru á botni hennar. Hún hefur þó verið opnuð á ný eftir tiltekt.

Þetta segir Gor­an Jovanovski, verk­stjóri laugarinnar í samtali við fréttastofu, en Mbl.is greindi first frá.

Goran segir að einhver virðist hafa verið að kasta bjórflöskum og þær brotnað í laugina í nótt. Enn á eftir að skoða öryggismyndavélar í von um að upplýsa um hvað átti sér stað.

Hann segist ekki vita hvað átti sér stað eða hvort að gleðskapur hafi verið á svæðinu.

Á meðan laugin var lokuð, milli átta og hálftólf í morgun, voru heitu pottarnir þó opnir almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×