Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. október 2024 10:19 Rúm fjögur ár eru síðan fyrsti þátturinn af Karlmennskunni var gefinn út. Vísir/Vilhelm Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hefur tilkynnt að ekki verði teknir upp fleiri þættir af hlaðvarpi hans, Karlmennskunni. Í færslu á Insragram síðu hlaðvarpsins segir Þorsteinn að áfram verði hægt að nálgast þættina á hlaðvarpsveitum en þættirnir verði ekki fleiri. „Það hefur verið afskaplega gaman að hitta og spjalla við svo margt frótt fólk með áhugaverða reynslu eða sjónarhorn á samfélagið. Markmiðið var alltaf að varpa ljósi á virkni feðraveldis í gegnum mismunandi birtingarmyndir, sem höfðu einhvern snertiflöt við karla eða karlmennsku. Veit að það tókst oft vel upp. Og það gleður mig að vita að ennþá eru nokkur hundruð einstaklingar að hlusta á gamla þætti,“ segir í færslu Þorsteins. Þá segir hann að stundum hafi hann átt í erfiðleikum með að verða sér úti um styrki, ekki öll fyrirtæki hafi verið til í að leggja honum lið. „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara fyrir fyrirtæki að tengja sig femínísku hlaðvarpi. Þrátt fyrir þrjú til sex þúsund hlustanir á hvern þátt og snertingu við um 30 þúsund á þessum miðli þóttu yfir 100 fyrirtækjum, sem þá höfðu varið fjármagni í hlaðvörp og „áhrifavalda“, ekki nógu safe að tengjast Karlmennskunni. Þau völdu frekar að tengjast einhverjum sem fjalla um fótbolta, fíkniefni, grín og glens – eitthvað „hlutlaust“,“ segir jafnframt í færslunni. Þorsteinn segist ekki hafa skrifað færsluna til að fá samkennd eða vorkunn. „Ég er að skrifa þetta svo þið sjáið hvernig það er að taka raunverulega afstöðu og hversu hættulegt það virðist vera. Vonandi verður auðveldara fyrir næstu kynslóð að sækja fjármagn til að standa í jafnréttisbaráttu.“ Þorsteinn var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi fyrr á árinu. Þar ræddi hann meðal annars um hlaðvarpið og fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann. Hlaðvörp Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
Í færslu á Insragram síðu hlaðvarpsins segir Þorsteinn að áfram verði hægt að nálgast þættina á hlaðvarpsveitum en þættirnir verði ekki fleiri. „Það hefur verið afskaplega gaman að hitta og spjalla við svo margt frótt fólk með áhugaverða reynslu eða sjónarhorn á samfélagið. Markmiðið var alltaf að varpa ljósi á virkni feðraveldis í gegnum mismunandi birtingarmyndir, sem höfðu einhvern snertiflöt við karla eða karlmennsku. Veit að það tókst oft vel upp. Og það gleður mig að vita að ennþá eru nokkur hundruð einstaklingar að hlusta á gamla þætti,“ segir í færslu Þorsteins. Þá segir hann að stundum hafi hann átt í erfiðleikum með að verða sér úti um styrki, ekki öll fyrirtæki hafi verið til í að leggja honum lið. „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara fyrir fyrirtæki að tengja sig femínísku hlaðvarpi. Þrátt fyrir þrjú til sex þúsund hlustanir á hvern þátt og snertingu við um 30 þúsund á þessum miðli þóttu yfir 100 fyrirtækjum, sem þá höfðu varið fjármagni í hlaðvörp og „áhrifavalda“, ekki nógu safe að tengjast Karlmennskunni. Þau völdu frekar að tengjast einhverjum sem fjalla um fótbolta, fíkniefni, grín og glens – eitthvað „hlutlaust“,“ segir jafnframt í færslunni. Þorsteinn segist ekki hafa skrifað færsluna til að fá samkennd eða vorkunn. „Ég er að skrifa þetta svo þið sjáið hvernig það er að taka raunverulega afstöðu og hversu hættulegt það virðist vera. Vonandi verður auðveldara fyrir næstu kynslóð að sækja fjármagn til að standa í jafnréttisbaráttu.“ Þorsteinn var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi fyrr á árinu. Þar ræddi hann meðal annars um hlaðvarpið og fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann.
Hlaðvörp Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“