Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2024 14:31 Menendez bræður lifðu hátt í nokkrar vikur eftir að hafa myrt foreldra sína en Kim segir þá vera breytta menn. Vísir/Getty Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. Kastljósið hefur beinst að sögu bræðranna að nýju vegna leikinnar þáttaraðar úr smiðju Netflix, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story. Bræðurnir myrtu foreldra sína á heimili þeirra með haglabyssum árið 1989. Þeir voru dæmdir í ævilangt fangelsi árið 1996 en höfðu haldið því fram að foreldrar þeirra hefðu misnotað þá um árabil. „Við erum öll afsprengi lífsreynslu okkar. Hún mótar það hver við erum og hver við verðum. Líkamlega og andlega breytir tíminn okkur og ég efast um að nokkur maður myndi halda því fram að hann sé sami maður og hann var þegar hann var átján ára. Ég veit að ég myndi ekki gera það!“ skrifar Kardashian í opnu bréfi sínu sem birt er á vef NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Bræðurnir séu fyrirmyndarborgarar Ástæður þess að Kim opnar sig um mál þeirra eru þær að undanfarin ár hefur hún lagt lögfræði fyrir sig. Þá hefur hún veitt málefnum fanga æ meiri athygli og vakið athygli á bágborinni stöðu þeirra og vakið athygli á málum hinna ýmsu fanga sem meðal annars hafa verið dæmdir til dauða. Bræðurnir voru dæmdir í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn á sínum tíma. Þeir voru 21 árs og 18 ára gamlir. Kim segist hafa hitt þá nokkrum sinnum í fangelsi, ljóst sé að þeir séu breyttir menn. Þeir séu í dag fyrirmyndarborgarar, hafi báðir gengið menntaveginn og snúið við blaðinu. „Eins og oft er málið er þessi saga miklu flóknari en hún lítur út fyrir að vera. Báðir bræður hafa lýst kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu foreldra sinna sem þeir hafi verið beittir í áraraðir. Samkvæmt Lyle hófst misnotkunin þegar hann var einungis sex ára gamall og Erik segir að sér hafi verið nauðgað af föður sínum í meira en áratug. Eftir áraraðir af misnotkun og ótta um líf sitt völdu Erik og Lyle það sem þeir héldu að væri þeirra eina leið út úr þessum aðstæðum, hræðilega leið til þess að sleppa úr þessari lifandi martröð.“ Nýjar vísbendingar gætu haft áhrif Í pistli sínum fer athafnakonan jafnframt yfir sögu réttarhaldanna yfir bræðrunum. Réttað var yfir bræðrunum í tvígang eftir að kviðdómendur gátu ekki komið sér saman um niðurstöðu í fyrsta skiptið. Kim bendir á að í síðari réttarhöldunum hafi dómari komið í veg fyrir að sönnunargögn um meinta misnotkun bræðranna yrðu lögð fyrir dóminn. Áður hefur komið fram að bræðurnir muni verða kallaðir fyrir dómara í nóvember. Er það vegna nýrra sönnunargagna um að faðir þeirra hafi misnotað þá. Gæti svo farið að réttað yrði yfir þeim að nýju eða dómi þeirra breytt. „Ég hef eytt tíma með Lyle og Erik, þeir eru ekki skrímsli. Þeir eru hlýir, gáfaðir og heiðarlegir menn,“ skrifar Kardashian um bræðurna. Hún segir þá hafa verið duglega að gefa af sér í fangelsi, meðal annars aðstoðað aðra fanga að feta menntaveginn. „Þegar ég heimsótti þá í fangelsi fyrir þremur vikum sagði einn fangavörðurinn mér að hann væri til í að hafa bræðurna sem nágranna sína. Tuttugu og fjórir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal systkini foreldra þeirra hafa veitt þeim allan sinn stuðning og beðið um að þeim verði sleppt úr haldi.“ Bandaríkin Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Kastljósið hefur beinst að sögu bræðranna að nýju vegna leikinnar þáttaraðar úr smiðju Netflix, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story. Bræðurnir myrtu foreldra sína á heimili þeirra með haglabyssum árið 1989. Þeir voru dæmdir í ævilangt fangelsi árið 1996 en höfðu haldið því fram að foreldrar þeirra hefðu misnotað þá um árabil. „Við erum öll afsprengi lífsreynslu okkar. Hún mótar það hver við erum og hver við verðum. Líkamlega og andlega breytir tíminn okkur og ég efast um að nokkur maður myndi halda því fram að hann sé sami maður og hann var þegar hann var átján ára. Ég veit að ég myndi ekki gera það!“ skrifar Kardashian í opnu bréfi sínu sem birt er á vef NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Bræðurnir séu fyrirmyndarborgarar Ástæður þess að Kim opnar sig um mál þeirra eru þær að undanfarin ár hefur hún lagt lögfræði fyrir sig. Þá hefur hún veitt málefnum fanga æ meiri athygli og vakið athygli á bágborinni stöðu þeirra og vakið athygli á málum hinna ýmsu fanga sem meðal annars hafa verið dæmdir til dauða. Bræðurnir voru dæmdir í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn á sínum tíma. Þeir voru 21 árs og 18 ára gamlir. Kim segist hafa hitt þá nokkrum sinnum í fangelsi, ljóst sé að þeir séu breyttir menn. Þeir séu í dag fyrirmyndarborgarar, hafi báðir gengið menntaveginn og snúið við blaðinu. „Eins og oft er málið er þessi saga miklu flóknari en hún lítur út fyrir að vera. Báðir bræður hafa lýst kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu foreldra sinna sem þeir hafi verið beittir í áraraðir. Samkvæmt Lyle hófst misnotkunin þegar hann var einungis sex ára gamall og Erik segir að sér hafi verið nauðgað af föður sínum í meira en áratug. Eftir áraraðir af misnotkun og ótta um líf sitt völdu Erik og Lyle það sem þeir héldu að væri þeirra eina leið út úr þessum aðstæðum, hræðilega leið til þess að sleppa úr þessari lifandi martröð.“ Nýjar vísbendingar gætu haft áhrif Í pistli sínum fer athafnakonan jafnframt yfir sögu réttarhaldanna yfir bræðrunum. Réttað var yfir bræðrunum í tvígang eftir að kviðdómendur gátu ekki komið sér saman um niðurstöðu í fyrsta skiptið. Kim bendir á að í síðari réttarhöldunum hafi dómari komið í veg fyrir að sönnunargögn um meinta misnotkun bræðranna yrðu lögð fyrir dóminn. Áður hefur komið fram að bræðurnir muni verða kallaðir fyrir dómara í nóvember. Er það vegna nýrra sönnunargagna um að faðir þeirra hafi misnotað þá. Gæti svo farið að réttað yrði yfir þeim að nýju eða dómi þeirra breytt. „Ég hef eytt tíma með Lyle og Erik, þeir eru ekki skrímsli. Þeir eru hlýir, gáfaðir og heiðarlegir menn,“ skrifar Kardashian um bræðurna. Hún segir þá hafa verið duglega að gefa af sér í fangelsi, meðal annars aðstoðað aðra fanga að feta menntaveginn. „Þegar ég heimsótti þá í fangelsi fyrir þremur vikum sagði einn fangavörðurinn mér að hann væri til í að hafa bræðurna sem nágranna sína. Tuttugu og fjórir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal systkini foreldra þeirra hafa veitt þeim allan sinn stuðning og beðið um að þeim verði sleppt úr haldi.“
Bandaríkin Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið