KSÍ tilkynnti um viðbót Júlíusar nú í hádeginu. Ekki er um meiðsli eða slíkt að ræða hjá öðrum leikmönnum heldur bætist Júlíus við og telur hópurinn 24 leikmenn í stað 23.
Júlíus var hluti af liði Fredrikstad sem vann B-deildina í Noregi í fyrra og hefur leikið vel fyrir félagið í norsku úrvalsdeildinni í ár. Áður lék hann með Víkingi hér heima.
Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli föstudaginn næsta, 11. september, og Tyrkjum, einnig hér heima, þremur dögum síðar.
Ísland er með þrjú stig í riðlinum, eftir 2-0 sigur á Svartfellingum hér heima, og 3-1 tap fyrir Tyrkjum ytra í síðasta mánuði.