Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 11:09 Marcus Rashford skoraði í Portúgal í gærkvöld en var svo tekinn af velli eftir fyrri hálfleik. Getty/Eric Verhoeven Það vakti furðu margra að Marcus Rashford skyldi ekki mæta til leiks í seinni hálfleik, með Manchester United gegn Porto í Portúgal í gær, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Erik ten Hag segir ekki um meiðsli að ræða. United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti