Foreldrar minnka við sig svo börnin geti keypt fyrstu eign Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2024 10:31 Páll er mjög reyndur fasteignasali sem gæti aðstoðað Leif við fyrstu kaupin. Leifur Þorsteinsson er að nálgast þrítugt, kominn með BS gráðu og langar að eignast íbúð. Sindri Sindrason fjallaði um vandræði ungs fólks í þeim málum í Íslandi í dag í vikunni. En erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að fjárfesta í sinni eigin eign, markaðurinn sé það erfiður. Sindri hitti fasteignasalann Pál Heiðar Pálsson sem hefur þetta um málið að segja. „Það er einna helst mikilvægt fyrir fyrstu kaupendur að hugsa út í fermetraverðið. Það er sjaldgæft að fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign eigi hana lengur en þrjú ár. Svo maður getur hugsað að kaupa á eins lágu verði og hægt er, þó að íbúðin sé kannski ekki fullkomin og reyna í leiðinni að finna leiðir til að auka verðgildið,“ segir Páll og heldur áfram. „Það er ótrúlegt hvað gólfefni og málning, birta og lýsing getur gert og aukið verðgildi eignarinnar,“ segir Páll en á fyrstu sex mánuðum ársins voru yfir tvö þúsund nýir kaupendur á markaðnum. Varla sé hægt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu á undir 60 milljónir. „Þú þarft að vera með fimmtán prósent útborgun í það minnsta. Þú þarft að vera með hjá laun og ég er alveg sannfærður um það að langflest allir sem hafi verið að kaupa sér sína fyrstu eign hafi fengið einhverskonar aukaaðstoð.“ En að Leifi. Hann hefur safnað sér ákveðna upphæð og svo mun amma hans leggja í púkkið með honum. Fjær kaupunum í dag „Maður er kominn út á vinnumarkaðinn og svona. En það er svolítið fyndið því ég ákvað að bíða með það að kaupa á sínum tíma, en í dag er ég í raun fjær því að kaupa en fyrir nokkrum árum,“ segir Leifur. „Það er auðvelt að missi þróttinn. Þú ferð á nokkur opin hús og er yfirboðinn um þrjár til fjórar milljónir. Þú ert ekki einu sinni í sama boltagarði og þá fer maður í fílu og svo mætir maður aftur út í þetta.“ Leifur stefnir að því að kaupa sér íbúð á milli 55 og 65 milljónir. „Tvö svefnherbergi, eldhús og stofa þá er ég bara kátur. Ég er ekkert mikið að pæla í flísum í dag, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Leifur sem leit á íbúð í Kópavoginum með Sindra. Páll segir að það sé algengt að foreldrar selji eignina sína, minnki við sig til að aðstoða börnin við að kaupa sína fyrstu eign. „Þetta er mjög dapurt. Þetta er sorgleg staða og það er erfitt að vera fyrstu íbúðar kaupandi í dag. Auðvitað hefur þetta aldrei verið auðvelt en áður fyrir gat fólk safnað sér fyrir útborgun sem það nær ekki í dag.“ Leifur er núna í íbúðarleit og Sindri ætlar sér að hitta hann þegar hann hefur fjárfest í sinni fyrstu eign, en leitin stendur nú yfir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hús og heimili Húsnæðismál Ísland í dag Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
En erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að fjárfesta í sinni eigin eign, markaðurinn sé það erfiður. Sindri hitti fasteignasalann Pál Heiðar Pálsson sem hefur þetta um málið að segja. „Það er einna helst mikilvægt fyrir fyrstu kaupendur að hugsa út í fermetraverðið. Það er sjaldgæft að fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign eigi hana lengur en þrjú ár. Svo maður getur hugsað að kaupa á eins lágu verði og hægt er, þó að íbúðin sé kannski ekki fullkomin og reyna í leiðinni að finna leiðir til að auka verðgildið,“ segir Páll og heldur áfram. „Það er ótrúlegt hvað gólfefni og málning, birta og lýsing getur gert og aukið verðgildi eignarinnar,“ segir Páll en á fyrstu sex mánuðum ársins voru yfir tvö þúsund nýir kaupendur á markaðnum. Varla sé hægt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu á undir 60 milljónir. „Þú þarft að vera með fimmtán prósent útborgun í það minnsta. Þú þarft að vera með hjá laun og ég er alveg sannfærður um það að langflest allir sem hafi verið að kaupa sér sína fyrstu eign hafi fengið einhverskonar aukaaðstoð.“ En að Leifi. Hann hefur safnað sér ákveðna upphæð og svo mun amma hans leggja í púkkið með honum. Fjær kaupunum í dag „Maður er kominn út á vinnumarkaðinn og svona. En það er svolítið fyndið því ég ákvað að bíða með það að kaupa á sínum tíma, en í dag er ég í raun fjær því að kaupa en fyrir nokkrum árum,“ segir Leifur. „Það er auðvelt að missi þróttinn. Þú ferð á nokkur opin hús og er yfirboðinn um þrjár til fjórar milljónir. Þú ert ekki einu sinni í sama boltagarði og þá fer maður í fílu og svo mætir maður aftur út í þetta.“ Leifur stefnir að því að kaupa sér íbúð á milli 55 og 65 milljónir. „Tvö svefnherbergi, eldhús og stofa þá er ég bara kátur. Ég er ekkert mikið að pæla í flísum í dag, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Leifur sem leit á íbúð í Kópavoginum með Sindra. Páll segir að það sé algengt að foreldrar selji eignina sína, minnki við sig til að aðstoða börnin við að kaupa sína fyrstu eign. „Þetta er mjög dapurt. Þetta er sorgleg staða og það er erfitt að vera fyrstu íbúðar kaupandi í dag. Auðvitað hefur þetta aldrei verið auðvelt en áður fyrir gat fólk safnað sér fyrir útborgun sem það nær ekki í dag.“ Leifur er núna í íbúðarleit og Sindri ætlar sér að hitta hann þegar hann hefur fjárfest í sinni fyrstu eign, en leitin stendur nú yfir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Hús og heimili Húsnæðismál Ísland í dag Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira