„Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 19:46 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með frammistöðu Víkings í fyrri hálfleik. vísir/diego Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst tapið fyrir Omonia í Sambandsdeild Evrópu vera of stórt. Hann sagði að sínir menn hefðu gert mistök sem þeir gera alla jafna ekki. Þá höfðu meiðsli Tariks Ibrahimagic mikil áhrif á gang mála að mati þjálfarans. Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik, eitt í upphafi hans og svo þrjú á síðustu níu mínútunum. „Fyrri hálfleikur var góður. Það var slæmt að missa Tarik. Það var gott flæði í liðinu þegar hann fór út af. Það riðlaðist aðeins. Við fengum einhver færi í fyrri hálfleik en það var fín stjórnun á þessu,“ sagði Arnar. „En þú sérð þetta oft gerast, með íslenska landsliðið og fleiri félagslið. Þegar hitt liðið fer aðeins að herja á okkur í seinni hálfleik eru menn þreyttir og þá missirðu fókus. Þetta voru full ódýr mörk fyrir minn smekk.“ Arnar segir að staðan á Tarik sé eftir aðstæðum ágæt. „Sem betur fer er hann allt í lagi. Ég held að hann hafi dottið út í nokkrar sekúndur en hann er í fínu lagi núna. Við tökum enga áhættu. Hann fer í nánari skoðun og við sjáum til,“ sagði Arnar. Súrt að tapa svona stórt Hann vonast til að Víkingar læri af leiknum í dag. „Þetta eru bara erfiðir leikir. Þú ert að spila við góð lið með góða einstaklinga. Þeir geta breytt um leikkerfi inni í leik. Við aðlöguðumst ekki alveg nægilega vel og gerðum ódýr mistök í varnarleik sem er ólíkt okkur. En vonandi verður góður lærdómur af þessum leik,“ sagði Arnar sem var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar leik og keyptum okkur hvíld með því að halda boltanum, leysa pressuna þeirra vel og spila ekkert ósvipað og við spilum heima. En á þessu stigi þarftu að gera það í níutíu mínútur og við erum ekki enn komnir þangað, bara því miður. Það er okkar verkefni. Það var súrt að tapa svona stórt en þetta gefur kannski alveg rétta mynd af leiknum sjálfum.“ Sömu trixin virka ekki eins og heima Víkingar tóku áhættu undir lok leiksins og við það opnuðust flóðgáttirnar. „Við þurftum að ýta liðinu aðeins framar en mörkin voru virkilega ódýr. Þetta var bara einbeitingarleysi og það er meiri kjarnorka í löppunum á þessum leikmönnum en það sem við erum fást við almennt heima á Íslandi. Þegar menn taka sömu trixin og ganga heima virka þau ekki hérna úti. Þú þarft að vera sami leikmaður og þú ert á Íslandi og bæta tuttugu prósent ofan á það,“ sagði Arnar að endingu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Sjá meira
„Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 3. október 2024 19:31