Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 13:13 Aron Einar Gunnarsson lék í gær sinn fyrsta leik fyrir katarska liðið Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira