„Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. október 2024 07:03 Brynhildur og Heiðrún reka saman vínkynningafyrirtækið Vínvísar og eiga skemmtilega sögu af vináttu sinni og ástríðu fyrir vínum. Margrét Lára Baldursdóttir Brynhildur Þorbjarnardóttir og Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir eiga einstaka vináttu og hafa báðar brennandi áhuga á víni. Eftir sameiginlega lífsreynslu áttuðu þær sig á því að það var óumflýjanlegt fyrir þær að verða vinkonur og ákváðu þær í kjölfarið að stofna fyrirtæki saman sem sérhæfir sig í vínkynningum. Blaðamaður ræddi við þetta tvíeyki og fékk að heyra nánar frá. Báru saman bækur og vináttan skrifuð í skýin Báðar eru þær á þrítugsaldri og hafa verið viðloðnar vínsenuna undanfarin ár, Heiðrún þó lengur. Þær kynntust upphaflega á Vínstúkunni þar sem Brynhildur var að vinna og voru upphaflega bara kunningjakonur. „Ég einhvern veginn slysaðist inn á Vínstúkuna sem var upphaflega greiði og svo dýrkaði ég það ótrúlega mikið. Ég hef svo gaman að vínum og ástríðan spratt upp á stúkunni,“ segir Brynhildur. Heiðrún var á sama tíma að reka annan vínstað, Port 9. „Svo kemur það fyrir að Brynhildur fer að deita gaur sem ég hafði deitað líka,“ segir Heiðrún kímin og bætir við: „Svo hætta þau saman og í kjölfarið fórum við aðeins að bera saman bækur, eins óþægilega og það hljómar. Einhvern veginn meikaði engan sens að við værum ekki vinkonur. Þannig að það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn. Við eigum sameiginlega reynslu þarna sem var kannski ekki besta lífsreynslan og við gátum tengt,“ segja stelpurnar og hlæja. Eftir að stelpurnar hittust í strætó var ekki aftur snúið, þær urðu bæði vinkonur og viðskiptafélagar.Margrét Lára Baldursdóttir KFC og kampavín öflug blanda Vináttan er að sögn þeirra tiltölulega nýleg og innsiglaðist á milli jóla og nýárs í fyrra. „Við hittumst í strætó fyrir slysni og komumst að því að við bjuggum í hálfrar mínútu fjarlægð frá hvor annarri,“ segja þær hlæjandi. „Þannig að það byrjaði að myndast einhver vinátta, hvort sem það var á Kaffi Vest í bjór eða í hamborgara og kampavíni saman. Það varð að hefð, hagaborgarar og kampavín heima hjá hvor annarri. Kampavín parast ótrúlega vel með feitum mat. KFC og franskar er það besta sem þú getur parað við kampavín. Þessi vinátta spratt upp úr því að við vorum að deita sama manninn, bárum saman bækur okkar og föttuðum að við ættum kannski bara frekar að vera vinkonur því við eigum ótrúlega mikið sameiginlegt. Ég var með Portið og var reglulega með vínkynningar. Ég er útskrifaður þjónn og er búin að vera í þessum bransa bara að eilífu, amen,“ segir Heiðrún og bætir við: „Brynhildur var sömuleiðis komin inn í þessa senu og hafði mikinn áhuga.“ „Ég var aðeins grænni á bak við eyrun en hef ótrúlega mikinn áhuga á þessu og er sömuleiðis að mennta mig í þessu,“ skýtur Brynhildur þá inn. Eðlisfræðingur á daginn, vínsérfræðingur á kvöldin Heiðrún fer svo óvænt af Portinu og opnar Hressó. „Það rann eiginlega upp í hendurnar á mér fyrir slysni. Við Brynhildur höfðum talað um það í smá tíma að það væri vöntun á markaðnum fyrir vínkynningar heim, til dæmis fyrir matarboð og deildir innan fyrirtækja.“ Brynhildur er sjálf eðlisfræðingur að mennt og starfar hjá Controlant. „Í vinnunni hef ég verið í hópi þeirra sem skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir teymið mitt. Við fáum ákveðna fjárhæð til að gera eitthvað saman svona fjórum sinnum á ári og ég sá hvað það var mikil vöntun fyrir einhverju svona. Ég veit að þetta er svona hjá mörgum öðrum fyrirtækjum og það er gaman fyrir hópa að geta gert eitthvað öðruvísi og fjölbreytt, ekki bara alltaf bjór og píla. Ég fór að skoða hvort við gætum gert eitthvað svona saman og sá að það var rosa lítið í boði þegar það kemur að vínkynningum fyrir minni hópa.“ Tala um vín á mannamáli og skilja snobbið eftir heima Stelpurnar segja að þetta sé stutt þjónusta, tveir til þrír tímar, og gestir fái að læra alls konar skemmtilegt um vín. „Fólk drekkur náttúrulega mikið af víni en veit kannski ekkert hvað það er að drekka,“ segir Heiðrún og bætir við: „Það er líka búið að flækja vínheiminn rosalega fyrir okkur, það er verið að nota háfleyg orð og fólk er að kaupa fokdýr glös í mismunandi lögun því það er búið að segja því að það verði að gera það. En þetta er ekki svona flókið og okkar nálgun er svolítið að tala um þetta á mannamáli. Margir eru kannski að safna fínum vínum, fara í frí á flottar vínekrur og hafa rosalegan áhuga á þessu þannig að þau vilja vita meira. Þá komum við rosalega sterkar inn og leggjum góðan grunn.“ Brynhildur og Margrét leggja upp úr því að halda vínkynningar á mannamáli.Margrét Lára Baldursdóttir Þynnkan gjarnan háð því hvaða vín er drukkið Þær segja að það sé að mörgu að huga þegar það kemur að víndrykkju og sem dæmi geti fólk fengið töluvert meiri hausverk eftir að hafa drukkið ákveðin vín. „Það stóð til að setja innihaldslýsingar á vínin en stóru framleiðendurnir vildu það ekki því þá gætu þeir ekki lengur kallað vínin sín alvöru vín. Það eru því margir að kaupa eitthvað sem það veit ekkert hvað er í og er mögulega eitthvað sem maður vill kannski ekki setja í líkamann sinn.“ Stelpurnar leggja upp úr því að geta valið góð og rétt vín hverju sinni og eru ekki bundnar við ákveðinn framleiðanda. Þær segja sömuleiðis mikilvægt að fólk geti fengið hlutlaust mat. „Við Íslendingar erum líka með fyndið samband við áfengi og víndrykkju sem löndin í kringum eru ekki með, allavega ekki að sama marki. Við þurfum að normalisera það að geta fengið sér einn bjór eða eitt vínglas án þess að þurfa að hella í sig. Það gerir þig heldur ekki að fyllibyttu að fá þér eitt glas.“ View this post on Instagram A post shared by Vínvísar (@vinvisar) Ólst upp í veitingabransanum Blaðamaður spyr þá hvort þær hafi alltaf náð að halda góðum mörkum við áfengi þar sem þær eyða miklum tíma í kringum það í starfi sínu. „Já, algjörlega,“ segir Heiðrún og bætir við: „Pabbi minn var að reka Broadway á sínum tíma og kenndi mér rosalega mikið, að leggja á borð, muninn á hinu og þessu og að bera rosalega virðingu fyrir víninu. Ég vitna líka í mömmu mína í hverri einustu vínsmökkun en hún sagði mér að þú eigir að koma fram við allt sem er lifandi af virðingu. Vín og áfengi er líka lifandi hlutur, vegna þess að um leið og það kemst í samband við súrefni fer það að þroskast og eldast og svo mun líftíminn enda. Við verðum að bera virðingu fyrir því.“ @heidrunmjoll Þurfa vín að anda? Hvað er umhelling? Í þessari verðbólgu?! #vín #thewinegirlclub #wineinspires #ísland #rauðvín ♬ Scandalo al sole - Percy Faith Brynhildur sammælist stöllu sinni. „Ég skal líka viðurkenna það að ég er ótrúlega snobbuð með það sem ég drekk. Ég er ekki að fara að drekka hvað sem er og ég get alveg fengið mér einn og einn bjór. Bransinn er með þetta orðspor að þetta sé allt fólk sem kann sig ekki í kringum áfengi en það þarf alls ekki að vera svoleiðis.“ Opna vínflösku með sverði Vínvísaskvísurnar hafa nú þegar verið með alls kyns viðburði og hlakka til að halda ótrauðar áfram. „Við vorum til dæmis með smökkun á lögmannsstofu um daginn sem var svo skemmtilegt. Við héldum hana inni í fundarherbergi hjá þeim og það er kannski ekki alltaf stuð þar og gaman að breyta til í rýminu. Við dekkuðum borðin, kenndum þeim að opna vínflösku með sverði og það var rosalega góð stemning. Það er líka skemmtilegt að fylgjast með því hvernig allir eru smá lokaðir í byrjun. Á þriðja glasi er fólk svo kannski farið að rétta upp hönd til að deila sinni upplifun og samræðurnar verða líflegri. Við reynum alltaf að fá alla til þess að tjá sig og taka þátt í þessu með okkur. Fyrsta svarið sem við leitum eftir er einfaldlega hvaða lykt finnurðu? Fólk miklar það kannski fyrir sér og segist ekki finna lykt, þá spyrjum við finnurðu ekki einu sinni hvítvínslykt?“ segja þær brosandi. „Þetta er algjörlega öruggt rými og það er ekkert rétt eða rangt svar. Þetta snýst bara um að tjá sig í afslöppuðu andrúmslofti og við leggjum mikið upp úr því að hafa þetta stuð og skemmtilegt frekar heldur en eitthvað snobbað. Svo erum við auðvitað alveg ótrúlega skemmtilegar.“ View this post on Instagram A post shared by Vínvísar (@vinvisar) Mikilvægt að taka sitt pláss Stelpurnar sækja innblástur í ýmsar öflugar konur í vínbransanum og nefna meðal annars Jancis Robinson sem mikla fyrirmynd en hún hefur verið öflug að deila alls konar skemmtilegu á samfélagsmiðlum. Aðspurðar hvort að bransinn sé almennt karlægur segir Heiðrún: „Ég er náttúrulega búin að vera í fullu starfi í veitingageiranum í mörg ár. Ég upplifi sjálfa mig þannig að ég þurfi að vera algjörlega með allt mitt á hreinu til að tjá mig. En ég þarf náttúrulega kannski að vera með meira sjálfstraust á minni þekkingu. Svo heyri ég í strákum úr veitingageiranum, jafningjum mínum, sem eru bara að segja nákvæmlega sama og ég og taka sitt pláss. Þá verð ég að gera það.“ „Ég finn ekki fyrir þessu komandi innan úr bransanum heldur frekar að þetta sé utanaðkomandi,“ bætir Brynhildur við. Hún komi af Vínstúkunni þar sem margar skvísur hafa starfað og sömuleiðis eru þar menn á borð við Steinar, hornstein stúkunnar, og Óla Óla, eiganda Brút. „Ég lendi oft í því að ég má ekki velja vín fyrir einhverja herramenn sem koma því þeir vilja frekar að Óli geri það. Þetta er náttúrulega óþolandi, ég ætla alveg að segja það og þetta er rosaleg vanvirðing.“ „Látið ekki svona, ég veit alveg hvað ég er að tala um“ Minnist Brynhildur þess sérstaklega þegar ákveðinn hópur herramanna mætti og Óli gaf undan eftir að hafa hvatt þá til að fá Brynhildi til að velja fyrir þá. „Ég hvatti Óla til að velja ákveðið vín sem endaði svo á að vera algjörlega rétt val. Þannig að ég vissi alveg að ég hefði auðveldlega getað selt þeim rétta vínið en það var auðveldara fyrir þá að hafa ekki trú á mér.“ Heiðrún minnist þess sömuleiðis að hafa starfað með kokteilasérfræðingi á Portinu sem vissi lítið um vín en samt voru ákveðnir viðskiptavinir sem vildu frekar að hann myndi ráðleggja þeim í vínvali. „Það sem mér finnst virka best er að segja bara æ, látið ekki svona. Ég veit alveg hvað ég er að tala um. Svo er líka pirrandi að vera manneskjan sem er kannski upptekin en þarf alltaf að taka það á sig að velja vínin fyrir hópana.“ Stelpurnar segja mikilvægt að taka sitt pláss í bransanum.Margrét Lára Baldursdóttir Framreiðsla listform sem hefur gleymst Stelpurnar elska báðar að vera í veitinga- og vínbransanum og búa yfir mjög góðri þjónustulund. „Mér finnst fólk svolítið hafa gleymt því hversu ótrúlega mikil list framreiðsla er. Matarmenningin í Reykjavík er auðvitað algjörlega frábær en ég kem inn í þetta sem framreiðslumaður. Fólk er svo upptekið af matnum og mér líður smá eins og þjónustan hafi farið aftur á bak. Til dæmis hef ég verið með hópi úti að borða á stað sem ég er kannski að heimsækja í fyrsta sinn og við viljum velja góða flösku með matnum. Þegar ég spyr heyrðu hvaða krydd eru í þessu víni sem myndu parast vel með matnum fæ ég kannski bara: Ég veit það ekki. Við verðum að passa að þjónustan sé til staðar. Það er ekki fyrir alla að vera að þjóna og þetta er starfsstétt sem hefur svolítið gleymst,“ segir Heiðrún. Halda ótrauðar áfram Vínvísar halda meðal annars uppi heimasíðunni vinvisar.is og Instagram síðu. Þá er Heiðrún sömuleiðis búin að vera dugleg að setja inn TikTok myndbönd þar sem hún fer yfir alls kyns vín en hvert myndband hjá henni er ein mínúta. „Ég hef ótrúlega gaman að því. Ef ég get ekki útskýrt eitthvað á einni mínútu þá þekki ég það einfaldlega ekki nógu vel.“ Það er margt spennandi á döfinni hjá þeim. „Við höldum ótrauðar áfram að vera með vínkynningar og ætlum svo að vera með Vínskólann Spritz á Rauðarárstíg 16. október, 6. nóvember og 27. nóvember en það fer fljótlega í sölu. Svo ætlum við að halda áfram að skvísa þetta upp,“ segja stöllurnar að lokum. Drykkir Samkvæmislífið Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Sjá meira
Báru saman bækur og vináttan skrifuð í skýin Báðar eru þær á þrítugsaldri og hafa verið viðloðnar vínsenuna undanfarin ár, Heiðrún þó lengur. Þær kynntust upphaflega á Vínstúkunni þar sem Brynhildur var að vinna og voru upphaflega bara kunningjakonur. „Ég einhvern veginn slysaðist inn á Vínstúkuna sem var upphaflega greiði og svo dýrkaði ég það ótrúlega mikið. Ég hef svo gaman að vínum og ástríðan spratt upp á stúkunni,“ segir Brynhildur. Heiðrún var á sama tíma að reka annan vínstað, Port 9. „Svo kemur það fyrir að Brynhildur fer að deita gaur sem ég hafði deitað líka,“ segir Heiðrún kímin og bætir við: „Svo hætta þau saman og í kjölfarið fórum við aðeins að bera saman bækur, eins óþægilega og það hljómar. Einhvern veginn meikaði engan sens að við værum ekki vinkonur. Þannig að það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn. Við eigum sameiginlega reynslu þarna sem var kannski ekki besta lífsreynslan og við gátum tengt,“ segja stelpurnar og hlæja. Eftir að stelpurnar hittust í strætó var ekki aftur snúið, þær urðu bæði vinkonur og viðskiptafélagar.Margrét Lára Baldursdóttir KFC og kampavín öflug blanda Vináttan er að sögn þeirra tiltölulega nýleg og innsiglaðist á milli jóla og nýárs í fyrra. „Við hittumst í strætó fyrir slysni og komumst að því að við bjuggum í hálfrar mínútu fjarlægð frá hvor annarri,“ segja þær hlæjandi. „Þannig að það byrjaði að myndast einhver vinátta, hvort sem það var á Kaffi Vest í bjór eða í hamborgara og kampavíni saman. Það varð að hefð, hagaborgarar og kampavín heima hjá hvor annarri. Kampavín parast ótrúlega vel með feitum mat. KFC og franskar er það besta sem þú getur parað við kampavín. Þessi vinátta spratt upp úr því að við vorum að deita sama manninn, bárum saman bækur okkar og föttuðum að við ættum kannski bara frekar að vera vinkonur því við eigum ótrúlega mikið sameiginlegt. Ég var með Portið og var reglulega með vínkynningar. Ég er útskrifaður þjónn og er búin að vera í þessum bransa bara að eilífu, amen,“ segir Heiðrún og bætir við: „Brynhildur var sömuleiðis komin inn í þessa senu og hafði mikinn áhuga.“ „Ég var aðeins grænni á bak við eyrun en hef ótrúlega mikinn áhuga á þessu og er sömuleiðis að mennta mig í þessu,“ skýtur Brynhildur þá inn. Eðlisfræðingur á daginn, vínsérfræðingur á kvöldin Heiðrún fer svo óvænt af Portinu og opnar Hressó. „Það rann eiginlega upp í hendurnar á mér fyrir slysni. Við Brynhildur höfðum talað um það í smá tíma að það væri vöntun á markaðnum fyrir vínkynningar heim, til dæmis fyrir matarboð og deildir innan fyrirtækja.“ Brynhildur er sjálf eðlisfræðingur að mennt og starfar hjá Controlant. „Í vinnunni hef ég verið í hópi þeirra sem skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir teymið mitt. Við fáum ákveðna fjárhæð til að gera eitthvað saman svona fjórum sinnum á ári og ég sá hvað það var mikil vöntun fyrir einhverju svona. Ég veit að þetta er svona hjá mörgum öðrum fyrirtækjum og það er gaman fyrir hópa að geta gert eitthvað öðruvísi og fjölbreytt, ekki bara alltaf bjór og píla. Ég fór að skoða hvort við gætum gert eitthvað svona saman og sá að það var rosa lítið í boði þegar það kemur að vínkynningum fyrir minni hópa.“ Tala um vín á mannamáli og skilja snobbið eftir heima Stelpurnar segja að þetta sé stutt þjónusta, tveir til þrír tímar, og gestir fái að læra alls konar skemmtilegt um vín. „Fólk drekkur náttúrulega mikið af víni en veit kannski ekkert hvað það er að drekka,“ segir Heiðrún og bætir við: „Það er líka búið að flækja vínheiminn rosalega fyrir okkur, það er verið að nota háfleyg orð og fólk er að kaupa fokdýr glös í mismunandi lögun því það er búið að segja því að það verði að gera það. En þetta er ekki svona flókið og okkar nálgun er svolítið að tala um þetta á mannamáli. Margir eru kannski að safna fínum vínum, fara í frí á flottar vínekrur og hafa rosalegan áhuga á þessu þannig að þau vilja vita meira. Þá komum við rosalega sterkar inn og leggjum góðan grunn.“ Brynhildur og Margrét leggja upp úr því að halda vínkynningar á mannamáli.Margrét Lára Baldursdóttir Þynnkan gjarnan háð því hvaða vín er drukkið Þær segja að það sé að mörgu að huga þegar það kemur að víndrykkju og sem dæmi geti fólk fengið töluvert meiri hausverk eftir að hafa drukkið ákveðin vín. „Það stóð til að setja innihaldslýsingar á vínin en stóru framleiðendurnir vildu það ekki því þá gætu þeir ekki lengur kallað vínin sín alvöru vín. Það eru því margir að kaupa eitthvað sem það veit ekkert hvað er í og er mögulega eitthvað sem maður vill kannski ekki setja í líkamann sinn.“ Stelpurnar leggja upp úr því að geta valið góð og rétt vín hverju sinni og eru ekki bundnar við ákveðinn framleiðanda. Þær segja sömuleiðis mikilvægt að fólk geti fengið hlutlaust mat. „Við Íslendingar erum líka með fyndið samband við áfengi og víndrykkju sem löndin í kringum eru ekki með, allavega ekki að sama marki. Við þurfum að normalisera það að geta fengið sér einn bjór eða eitt vínglas án þess að þurfa að hella í sig. Það gerir þig heldur ekki að fyllibyttu að fá þér eitt glas.“ View this post on Instagram A post shared by Vínvísar (@vinvisar) Ólst upp í veitingabransanum Blaðamaður spyr þá hvort þær hafi alltaf náð að halda góðum mörkum við áfengi þar sem þær eyða miklum tíma í kringum það í starfi sínu. „Já, algjörlega,“ segir Heiðrún og bætir við: „Pabbi minn var að reka Broadway á sínum tíma og kenndi mér rosalega mikið, að leggja á borð, muninn á hinu og þessu og að bera rosalega virðingu fyrir víninu. Ég vitna líka í mömmu mína í hverri einustu vínsmökkun en hún sagði mér að þú eigir að koma fram við allt sem er lifandi af virðingu. Vín og áfengi er líka lifandi hlutur, vegna þess að um leið og það kemst í samband við súrefni fer það að þroskast og eldast og svo mun líftíminn enda. Við verðum að bera virðingu fyrir því.“ @heidrunmjoll Þurfa vín að anda? Hvað er umhelling? Í þessari verðbólgu?! #vín #thewinegirlclub #wineinspires #ísland #rauðvín ♬ Scandalo al sole - Percy Faith Brynhildur sammælist stöllu sinni. „Ég skal líka viðurkenna það að ég er ótrúlega snobbuð með það sem ég drekk. Ég er ekki að fara að drekka hvað sem er og ég get alveg fengið mér einn og einn bjór. Bransinn er með þetta orðspor að þetta sé allt fólk sem kann sig ekki í kringum áfengi en það þarf alls ekki að vera svoleiðis.“ Opna vínflösku með sverði Vínvísaskvísurnar hafa nú þegar verið með alls kyns viðburði og hlakka til að halda ótrauðar áfram. „Við vorum til dæmis með smökkun á lögmannsstofu um daginn sem var svo skemmtilegt. Við héldum hana inni í fundarherbergi hjá þeim og það er kannski ekki alltaf stuð þar og gaman að breyta til í rýminu. Við dekkuðum borðin, kenndum þeim að opna vínflösku með sverði og það var rosalega góð stemning. Það er líka skemmtilegt að fylgjast með því hvernig allir eru smá lokaðir í byrjun. Á þriðja glasi er fólk svo kannski farið að rétta upp hönd til að deila sinni upplifun og samræðurnar verða líflegri. Við reynum alltaf að fá alla til þess að tjá sig og taka þátt í þessu með okkur. Fyrsta svarið sem við leitum eftir er einfaldlega hvaða lykt finnurðu? Fólk miklar það kannski fyrir sér og segist ekki finna lykt, þá spyrjum við finnurðu ekki einu sinni hvítvínslykt?“ segja þær brosandi. „Þetta er algjörlega öruggt rými og það er ekkert rétt eða rangt svar. Þetta snýst bara um að tjá sig í afslöppuðu andrúmslofti og við leggjum mikið upp úr því að hafa þetta stuð og skemmtilegt frekar heldur en eitthvað snobbað. Svo erum við auðvitað alveg ótrúlega skemmtilegar.“ View this post on Instagram A post shared by Vínvísar (@vinvisar) Mikilvægt að taka sitt pláss Stelpurnar sækja innblástur í ýmsar öflugar konur í vínbransanum og nefna meðal annars Jancis Robinson sem mikla fyrirmynd en hún hefur verið öflug að deila alls konar skemmtilegu á samfélagsmiðlum. Aðspurðar hvort að bransinn sé almennt karlægur segir Heiðrún: „Ég er náttúrulega búin að vera í fullu starfi í veitingageiranum í mörg ár. Ég upplifi sjálfa mig þannig að ég þurfi að vera algjörlega með allt mitt á hreinu til að tjá mig. En ég þarf náttúrulega kannski að vera með meira sjálfstraust á minni þekkingu. Svo heyri ég í strákum úr veitingageiranum, jafningjum mínum, sem eru bara að segja nákvæmlega sama og ég og taka sitt pláss. Þá verð ég að gera það.“ „Ég finn ekki fyrir þessu komandi innan úr bransanum heldur frekar að þetta sé utanaðkomandi,“ bætir Brynhildur við. Hún komi af Vínstúkunni þar sem margar skvísur hafa starfað og sömuleiðis eru þar menn á borð við Steinar, hornstein stúkunnar, og Óla Óla, eiganda Brút. „Ég lendi oft í því að ég má ekki velja vín fyrir einhverja herramenn sem koma því þeir vilja frekar að Óli geri það. Þetta er náttúrulega óþolandi, ég ætla alveg að segja það og þetta er rosaleg vanvirðing.“ „Látið ekki svona, ég veit alveg hvað ég er að tala um“ Minnist Brynhildur þess sérstaklega þegar ákveðinn hópur herramanna mætti og Óli gaf undan eftir að hafa hvatt þá til að fá Brynhildi til að velja fyrir þá. „Ég hvatti Óla til að velja ákveðið vín sem endaði svo á að vera algjörlega rétt val. Þannig að ég vissi alveg að ég hefði auðveldlega getað selt þeim rétta vínið en það var auðveldara fyrir þá að hafa ekki trú á mér.“ Heiðrún minnist þess sömuleiðis að hafa starfað með kokteilasérfræðingi á Portinu sem vissi lítið um vín en samt voru ákveðnir viðskiptavinir sem vildu frekar að hann myndi ráðleggja þeim í vínvali. „Það sem mér finnst virka best er að segja bara æ, látið ekki svona. Ég veit alveg hvað ég er að tala um. Svo er líka pirrandi að vera manneskjan sem er kannski upptekin en þarf alltaf að taka það á sig að velja vínin fyrir hópana.“ Stelpurnar segja mikilvægt að taka sitt pláss í bransanum.Margrét Lára Baldursdóttir Framreiðsla listform sem hefur gleymst Stelpurnar elska báðar að vera í veitinga- og vínbransanum og búa yfir mjög góðri þjónustulund. „Mér finnst fólk svolítið hafa gleymt því hversu ótrúlega mikil list framreiðsla er. Matarmenningin í Reykjavík er auðvitað algjörlega frábær en ég kem inn í þetta sem framreiðslumaður. Fólk er svo upptekið af matnum og mér líður smá eins og þjónustan hafi farið aftur á bak. Til dæmis hef ég verið með hópi úti að borða á stað sem ég er kannski að heimsækja í fyrsta sinn og við viljum velja góða flösku með matnum. Þegar ég spyr heyrðu hvaða krydd eru í þessu víni sem myndu parast vel með matnum fæ ég kannski bara: Ég veit það ekki. Við verðum að passa að þjónustan sé til staðar. Það er ekki fyrir alla að vera að þjóna og þetta er starfsstétt sem hefur svolítið gleymst,“ segir Heiðrún. Halda ótrauðar áfram Vínvísar halda meðal annars uppi heimasíðunni vinvisar.is og Instagram síðu. Þá er Heiðrún sömuleiðis búin að vera dugleg að setja inn TikTok myndbönd þar sem hún fer yfir alls kyns vín en hvert myndband hjá henni er ein mínúta. „Ég hef ótrúlega gaman að því. Ef ég get ekki útskýrt eitthvað á einni mínútu þá þekki ég það einfaldlega ekki nógu vel.“ Það er margt spennandi á döfinni hjá þeim. „Við höldum ótrauðar áfram að vera með vínkynningar og ætlum svo að vera með Vínskólann Spritz á Rauðarárstíg 16. október, 6. nóvember og 27. nóvember en það fer fljótlega í sölu. Svo ætlum við að halda áfram að skvísa þetta upp,“ segja stöllurnar að lokum.
Drykkir Samkvæmislífið Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Sjá meira