Hélt hann væri laus við þessi mál Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2024 10:01 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn. KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira
Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn.
KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira