Aftur fram af hengifluginu? Ingólfur Sverrisson skrifar 29. september 2024 17:30 Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun