„Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Hinrik Wöhler skrifar 29. september 2024 16:45 Það gekk lítið upp hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar, í upphafi tímabils en á endanum náði hann að snúa við gengi liðsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var temmilega sáttur með jafntefli á Avis-vellinum í dag. Þróttur mætti Þór/KA í efri hluta Bestu deildar kvenna í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. „Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
„Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira