Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 07:02 Mosfellingar verða með þeim bestu á næsta ári, í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Þeir fögnuðu vel í Laugardalnum í gær. vísir/Anton Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta. Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta.
Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands
Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24
Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00