„Einhver náttúrulegasta þrenna sem ég hef séð“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 28. september 2024 18:32 Daníel Andri Halldórsson er þjálfari Þórsara. vísir/Diego Keflavík tók á móti Þór Akureyri í Blue höllinni í dag þar sem Meistari meistaranna í körfubolta kvenna fór fram. Það voru margir sem bjuggust fyrir fram við sigri Keflavíkur í dag en það voru Þór Akureyri sem komu öllum að óvörum og höfðu betur 82-86. „Þetta er náttúrulega gríðarlega verðskuldað án þess að hafa nokkurn tíman orðið meistarar að verða meistarar meistaranna. Þetta var bara gaman og gott að byrja tímabilið svona þó að Keflavíkurliðið sé þunnskipað,“ sagði Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs Akureyri eftir sigurinn í dag. „Við vorum náttúrulega bara með gríðarlega hæðarmismunaryfirburði inni í teig og maður sá að Keflavík voru kannski mikið að spá í því sem opnar bara fyrir utan og við spiluðum þetta bara hárrétt í lokin.“ Þrátt fyrir að Keflavík væru þrefaldir meistarar síðasta árs mátti ekki sjá neina feimni í Þór Akureyri að mæta þeim úti á velli. „Já við vissum allavega í gær að kaninn væri ekki með og vorum búin að heyra að það væri einhverjir póstar sem gætu verið meiddir. Sara, Emilía og mögulega fleiri og við ræddum það bara í dag að við værum í flottum séns til að vinna hérna í dag og nýttum okkur þetta bara.“ Þetta var gríðarlega sterkur sigur hjá Þór Akureyri og var ákveðin yfirlýsing fyrir komandi tímabil. „Já ákveðin, við viljum gera talsvert betur heldur en spáin segir frá fyrirliðum og þjálfurum og svo fjölmiðlum. Við allavega teljum okkur geta keppt um sæti í topp hlutanum en ekki bara sjöunda.“ Maddison Anne Sutton var frábær í liði Þórs í dag og skilaði sannkallaðri trölla þrennu en hún var með 21 stig, 28 fráköst og 11 stoðsendingar. „Ég er ekki búin að sjá stattið en ég heyrði lýsendurna tala eitthvað um þetta áðan og það kom mér pínu á óvart. Þetta var einhver náttúrulegasta þrenna sem ég hef séð. Það var ekki eins og hún væri að taka eitthvað mikið til sín og þetta er frábær liðsmaður og það sást bara hjá henni í dag.“ Bónus-deild kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
„Þetta er náttúrulega gríðarlega verðskuldað án þess að hafa nokkurn tíman orðið meistarar að verða meistarar meistaranna. Þetta var bara gaman og gott að byrja tímabilið svona þó að Keflavíkurliðið sé þunnskipað,“ sagði Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs Akureyri eftir sigurinn í dag. „Við vorum náttúrulega bara með gríðarlega hæðarmismunaryfirburði inni í teig og maður sá að Keflavík voru kannski mikið að spá í því sem opnar bara fyrir utan og við spiluðum þetta bara hárrétt í lokin.“ Þrátt fyrir að Keflavík væru þrefaldir meistarar síðasta árs mátti ekki sjá neina feimni í Þór Akureyri að mæta þeim úti á velli. „Já við vissum allavega í gær að kaninn væri ekki með og vorum búin að heyra að það væri einhverjir póstar sem gætu verið meiddir. Sara, Emilía og mögulega fleiri og við ræddum það bara í dag að við værum í flottum séns til að vinna hérna í dag og nýttum okkur þetta bara.“ Þetta var gríðarlega sterkur sigur hjá Þór Akureyri og var ákveðin yfirlýsing fyrir komandi tímabil. „Já ákveðin, við viljum gera talsvert betur heldur en spáin segir frá fyrirliðum og þjálfurum og svo fjölmiðlum. Við allavega teljum okkur geta keppt um sæti í topp hlutanum en ekki bara sjöunda.“ Maddison Anne Sutton var frábær í liði Þórs í dag og skilaði sannkallaðri trölla þrennu en hún var með 21 stig, 28 fráköst og 11 stoðsendingar. „Ég er ekki búin að sjá stattið en ég heyrði lýsendurna tala eitthvað um þetta áðan og það kom mér pínu á óvart. Þetta var einhver náttúrulegasta þrenna sem ég hef séð. Það var ekki eins og hún væri að taka eitthvað mikið til sín og þetta er frábær liðsmaður og það sást bara hjá henni í dag.“
Bónus-deild kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira