„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:24 Það er ljóst að það verður kátt á hjalla hjá Jökli Andréssyni og félögum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. „Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum. Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum.
Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira