KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 23:16 A-landslið kvenna er á leið á Evrópumótið sem fram fer í Sviss næsta sumar. Vísir/Anton Brink Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“ Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir Sjá meira
Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“
Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir Sjá meira