Íslensk börn skorti meiri aga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Margrét Lilja hvetur foreldra til þess að setja börnum sínum mörk. Vísir/Baldur Margrét Lilja Guðmundsdóttir háskólakennari og þekkingarstjóri Planet Youth segir rannsóknir sýna að íslenskum börnum séu ekki sett nægilega mikil mörk. Aðrar uppeldisaðferðir séu of ráðandi hér á landi þar sem foreldrar vilji frekar vera bestu vinir barna sinna í stað þess að setja þeim skýrar reglur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“ Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira