Hvern gæti Man City sótt í stað Rodri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 23:03 Pierre Lees-Melou, leikmaður Brest, í Frakklandi, er óvænt á lista BBC yfir þá leikmenn sem Man City gæti sótt til að fylla skarð Rodri. Jean Catuffe/Getty Images Fyrr í dag staðfesti enska knattspyrnufélagið Manchester City að spænski miðjumaðurinn Rodri væri með slitið krossband í hné. Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira