Lesskilningur bættur með leikjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2024 20:02 Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra og Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur Lærum og leikum með hljóðin. Þau opnuðu í dag nýja útgáfu forritsins. vísir/aðsend Nýtt og endurbætt forrit sem á að stuðla að máltöku barna er nú aðgengilegt á öllum tækjum. Höfundur þess segir að í forritinu sé verið að vinna með lesskilning og læsi frá unga aldri og þannig megi byggja upp dýrmætan grunn fyrir skólagönguna. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís. Skóla- og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís.
Skóla- og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira