Krefjast aðgerða vegna verðlaunahafa Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 11:02 Ivan Litvinovich hefur unnið tvenn ólympíugull í áhaldafimleikum. Getty/Jamie Squire Verðlaunahafar Hvíta-Rússlands frá Ólympíuleikunum í París í sumar virðast hafa brotið reglur um hlutleysi þegar þeir tóku við viðurkenningum frá Alexander Lukashenko, forseta landsins. Úkraínumenn krefjast aðgerða. Hvíta-Rússland og Rússland eru í banni frá Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem Hvít-Rússar hafa stutt frá byrjun. Íþróttafólk þjóðanna gat þó keppt í París í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gullverðlaun en enginn þjóðsöngur Íþróttafólkið keppti undir hlutlausum fána og varð að passa að vísa ekki í fána þjóðar sinnar, þjóðsöng eða annað einkennandi fyrir þjóðina. Þær reglur eiga að gilda í aðdraganda, á og eftir Ólympíuleikana og er sérstaklega tekið fram að þátttaka í þjóðhátíðum af hvaða tagi sem er sé bönnuð. Brot geti valdið banni eða ógildingu. Alls unnu fjórir hvít-rússneskir íþróttamenn til verðlauna á Ólympíuleikunum, af þeim sautján Hvít-Rússum sem tóku þátt. Fimleikamaðurinn Ivan Litvinovich varði ólympíumeistaratitil sinn í stökki og hlaut hann æðstu viðurkenningu Hvít-Rússa; „Föðurlandsorðuna“. Viyaleta Bardzilouskaya fékk silfur í stökki, Yauheni Zalaty silfur í róðri og Yauheni Tsikhantsou brons í lyftingum. Þeir fengu einnig viðurkenningu og sagði Zalaty við Lukashenko: „Við náðum þessum árangri vegna þín,“ samkvæmt frétt Deutsche Welle. Telur reglur IOC algjörlega vanvirtar Lukashenko var yfirlýsingaglaður þegar hann veitti viðurkenningarnar: „Sumarólympíuleikarnir urðu nýr, mikilvægur kafli í íþróttasögu okkar þjóðar. Það var reynt að ýta okkur til hliðar, og svipta okkur fánanum og þjóðsöngnum, en heimurinn talaði samt um Hvít-Rússa og dáðist að afrekum þeirra með okkur.“ Matviy Bidnyi, íþróttamálaráðherra Úkraínu, hvetur alþjóða ólympíusambandið, IOC, til að bregðast við hátterni Hvít-Rússanna. „Við búumst við tafarlausum aðgerðum IOC. Þátttaka íþróttafólksins í hátíð sem stangast algjörlega á við forsendur hlutleysis, sýnir algjört virðingarleysi fyrir kröfum IOC. Úkraína fer fram á hertar refsingar gegn rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki,“ segir Bidnyi sem telur hvít-rússnesk stjórnvöld nýta íþróttafólkið í pólitískum tilgangi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Hvíta-Rússland og Rússland eru í banni frá Ólympíuleikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem Hvít-Rússar hafa stutt frá byrjun. Íþróttafólk þjóðanna gat þó keppt í París í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gullverðlaun en enginn þjóðsöngur Íþróttafólkið keppti undir hlutlausum fána og varð að passa að vísa ekki í fána þjóðar sinnar, þjóðsöng eða annað einkennandi fyrir þjóðina. Þær reglur eiga að gilda í aðdraganda, á og eftir Ólympíuleikana og er sérstaklega tekið fram að þátttaka í þjóðhátíðum af hvaða tagi sem er sé bönnuð. Brot geti valdið banni eða ógildingu. Alls unnu fjórir hvít-rússneskir íþróttamenn til verðlauna á Ólympíuleikunum, af þeim sautján Hvít-Rússum sem tóku þátt. Fimleikamaðurinn Ivan Litvinovich varði ólympíumeistaratitil sinn í stökki og hlaut hann æðstu viðurkenningu Hvít-Rússa; „Föðurlandsorðuna“. Viyaleta Bardzilouskaya fékk silfur í stökki, Yauheni Zalaty silfur í róðri og Yauheni Tsikhantsou brons í lyftingum. Þeir fengu einnig viðurkenningu og sagði Zalaty við Lukashenko: „Við náðum þessum árangri vegna þín,“ samkvæmt frétt Deutsche Welle. Telur reglur IOC algjörlega vanvirtar Lukashenko var yfirlýsingaglaður þegar hann veitti viðurkenningarnar: „Sumarólympíuleikarnir urðu nýr, mikilvægur kafli í íþróttasögu okkar þjóðar. Það var reynt að ýta okkur til hliðar, og svipta okkur fánanum og þjóðsöngnum, en heimurinn talaði samt um Hvít-Rússa og dáðist að afrekum þeirra með okkur.“ Matviy Bidnyi, íþróttamálaráðherra Úkraínu, hvetur alþjóða ólympíusambandið, IOC, til að bregðast við hátterni Hvít-Rússanna. „Við búumst við tafarlausum aðgerðum IOC. Þátttaka íþróttafólksins í hátíð sem stangast algjörlega á við forsendur hlutleysis, sýnir algjört virðingarleysi fyrir kröfum IOC. Úkraína fer fram á hertar refsingar gegn rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki,“ segir Bidnyi sem telur hvít-rússnesk stjórnvöld nýta íþróttafólkið í pólitískum tilgangi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti