Stefnt að hertara eftirliti á landamærunum í nóvember Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2024 16:34 Dómsmálaráðherra boðar nýjar og hertari reglur á landamærunum. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að nánara eftirlit verði fljótlega tekið upp á Schengen landamærunum í samræmi við önnur ríki samstarfsins. Þá væri til athugunar að taka upp andlitsgreiningarbúnað að ósk lögreglustjórans á Suðurnesjum. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að kynna endurnýjaða landamærastefnu á næstu vikum. Þar verði kynntar ýmsar leiðir til að bæta eftirlitið á landamærunum. Úlvar Lúðvíksson lögreglustjóri greindi frá því í fréttum okkar á föstudag að stefnt væri að því að taka andlitsgreiningarkerfi á landamærunum. Guðrún Hafsteinsdóttir boðar endurskoðaða landamærastefnu á næstu vikum.Stöð 2/Sigurjón „Ábyrgð á landamærunum er á höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann hefur viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjárfesta í þessari andlitsgreiningartækni. Við erum vitaskuld að skoða það," segir Guðrún. Margar aðrar aðgerðir væru í skoðun til að tryggja öryggi á landamærunum. Þá væri það skylda Íslands að taka upp svo kallað Entry/Exit eftirlit sem öll Schengen ríkin ætli sameiginlega að taka upp í nóvember. „Það mun þá tryggja betri skráningu á þeim sem eru innan svæðisins og þeim sem yfirgefa svæðið heldur en nú er. Það er mjög mikilvægt," segir dómsmálaráðherra. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna og Kanada kannast við að þar er tekin af þeim mynd og einnig fingraför við landamærin. Guðrún segir að verið væri að huga að sams konar búnaði hér á landi sem og umsókn um ferðaheimild í líkinga við bandaríska ESTA kerfið. „Við munum sömuleiðis taka upp þessa ferðaheimild fyrir þá sem koma frá þriðja ríki inn á Schengen svæðið. Þetta er allt í vinnslu," segir Guðrún. Stefnt sé að innleiðingu skráningarkerfisins í nóvember en það væri háð því að öll aðildarríki Schengen verði þá tilbúin til að innleiða kerfið á sama tíma. „Við erum að leggja í þetta mikla fjarmuni og mannafla til að klára þetta verkefni hér. Þannig að það mun ekki stranda á Íslandi þegar hefja á innleiðingu á þessu kerfi," segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni. Landamæri Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31 Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að kynna endurnýjaða landamærastefnu á næstu vikum. Þar verði kynntar ýmsar leiðir til að bæta eftirlitið á landamærunum. Úlvar Lúðvíksson lögreglustjóri greindi frá því í fréttum okkar á föstudag að stefnt væri að því að taka andlitsgreiningarkerfi á landamærunum. Guðrún Hafsteinsdóttir boðar endurskoðaða landamærastefnu á næstu vikum.Stöð 2/Sigurjón „Ábyrgð á landamærunum er á höndum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann hefur viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjárfesta í þessari andlitsgreiningartækni. Við erum vitaskuld að skoða það," segir Guðrún. Margar aðrar aðgerðir væru í skoðun til að tryggja öryggi á landamærunum. Þá væri það skylda Íslands að taka upp svo kallað Entry/Exit eftirlit sem öll Schengen ríkin ætli sameiginlega að taka upp í nóvember. „Það mun þá tryggja betri skráningu á þeim sem eru innan svæðisins og þeim sem yfirgefa svæðið heldur en nú er. Það er mjög mikilvægt," segir dómsmálaráðherra. Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna og Kanada kannast við að þar er tekin af þeim mynd og einnig fingraför við landamærin. Guðrún segir að verið væri að huga að sams konar búnaði hér á landi sem og umsókn um ferðaheimild í líkinga við bandaríska ESTA kerfið. „Við munum sömuleiðis taka upp þessa ferðaheimild fyrir þá sem koma frá þriðja ríki inn á Schengen svæðið. Þetta er allt í vinnslu," segir Guðrún. Stefnt sé að innleiðingu skráningarkerfisins í nóvember en það væri háð því að öll aðildarríki Schengen verði þá tilbúin til að innleiða kerfið á sama tíma. „Við erum að leggja í þetta mikla fjarmuni og mannafla til að klára þetta verkefni hér. Þannig að það mun ekki stranda á Íslandi þegar hefja á innleiðingu á þessu kerfi," segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni.
Landamæri Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31 Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. 20. september 2024 19:31
Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. 19. september 2024 18:11