Ráðstefna um þjóðarátak í húsnæðismálum Ámundi Loftsson skrifar 24. september 2024 15:33 Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Óþarfi er að draga hér upp sérstaka mynd af stöðu þessara mála. Við vitum öll að ástand þeirra er okkur öllum til skammar. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum. Hér er því lögð fram eftirfarandi tillaga til Alþingis, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og allra sem ábyrgð bera á þessum málum og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Efnt verði til opinnar ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði þau greind þaula og í framhaldi unnar tillögur um framtíðarskipan þeirra. Ráðstefnan fái allan þann tíma sem málefnið þarfnast. Boðun hennar verði auglýst í fjölmiðlum og þannig tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Marka verður nýja stefnu um landnýtingu, skipulags- og lóðamál, byggingareglur, viðmið og tilgang fasteignagjalda, lánamál og hvaðeina annað, – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Öðru fremur verður þetta verkefni að byggja á því að þörfin fyrir húsnæði til heimilishalds er ekki efnahagsleg meinsemd. Það eru mannréttindi að eiga heimili. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og almenningur taki höndum saman og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt yrði um og tafarlaust hrundið í framkvæmd. Allsherjar ráðstefna er þar rökrétt byrjun. Aðild Alþingis, sveitarstjórna og verkalýðshreyfingar að þessu verkefni munu síðan tryggja að samþykktar tillögur ráðstefnunnar verði að veruleika. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Tillaga til Alþingis, sveitarfélaga, verkalýðforystu og annarra sem láta sig húsnæðismál varða. Ástand húsnæðismála á Íslandi hefur lengi verið í ólestri og fer ört versnandi. Mikill fjöldi fólks mun því að óbreyttu búa áfram við óviðunandi aðstæður. Óþarfi er að draga hér upp sérstaka mynd af stöðu þessara mála. Við vitum öll að ástand þeirra er okkur öllum til skammar. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum. Hér er því lögð fram eftirfarandi tillaga til Alþingis, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og allra sem ábyrgð bera á þessum málum og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Efnt verði til opinnar ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði þau greind þaula og í framhaldi unnar tillögur um framtíðarskipan þeirra. Ráðstefnan fái allan þann tíma sem málefnið þarfnast. Boðun hennar verði auglýst í fjölmiðlum og þannig tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Marka verður nýja stefnu um landnýtingu, skipulags- og lóðamál, byggingareglur, viðmið og tilgang fasteignagjalda, lánamál og hvaðeina annað, – allt sem nöfnum tjáir að nefna. Öðru fremur verður þetta verkefni að byggja á því að þörfin fyrir húsnæði til heimilishalds er ekki efnahagsleg meinsemd. Það eru mannréttindi að eiga heimili. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og almenningur taki höndum saman og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt yrði um og tafarlaust hrundið í framkvæmd. Allsherjar ráðstefna er þar rökrétt byrjun. Aðild Alþingis, sveitarstjórna og verkalýðshreyfingar að þessu verkefni munu síðan tryggja að samþykktar tillögur ráðstefnunnar verði að veruleika. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar