Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:01 Kai Havertz lék allan leikinn gegn Manchester City en átti þó enga sendingu á samherja. Getty/James Gill Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. Timber reyndi alls sex sendingar í leiknum en engin þeirra skilaði sér á samherja. Havertz reyndi fimm sendingar. Um einsdæmi er að ræða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða að minnsta kosti svo langt sem gagnasafn Opta tölfræðiveitunnar nær, frá tímabilinu 2003-04. Þeir Havertz og Timber komu nefnilega ekki inn á sem varamenn heldur léku meira en 89 mínútur í leiknum. Timber var skipt af velli í uppbótartíma en Havertz kláraði leikinn. Jurrien Timber and Kai Havertz failed to complete any of their passes against Man City today 😬They're the first outfield players on record to play 89+ minutes of a Premier League match and not successfully pass to a teammate 🙃#MCIARS pic.twitter.com/Mj1IBb8e53— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2024 Arsenal var í vörn allan seinni hálfleikinn eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í blálok fyrri hálfleiks fyrir að tefja að mati dómarans Michael Oliver. Liðið var þá 2-1 yfir, þrátt fyrir að Timber og Havertz hefðu ekki átt eina sendingu á samherja. Þeir fengu svo fá tækifæri til að spila boltanum í seinni hálfleik þegar City var nánast allan tímann með boltann, en jöfnunarmark City kom þó ekki fyrr en á síðustu stundu þegar John Stones tókst að jafna metin. Silva: Aðeins annað liðið vildi spila fótbolta Bernardo Silva, miðjumaður City, var ekki hrifinn af leikstíl Arsenal og sagði eftir leik: „Það var bara eitt lið sem kom til þess að spila fótbolta. Hitt liðið kom til þess að gera eins mikið og hægt væri með leyfi dómarans, því miður. Ég er ánægður með að við skulum alltaf fara á völlinn til þess að vinna hvern einasta leik,“ sagði Silva. Arsenal var aðeins nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta gestaliðið til að fagna sigri á Etihad-leikvanginum síðan Brentford vann þar fyrir tæpum tveimur árum, í nóvember 2022. „Það er kraftaverk að við höfum getað spilað svona í 56 mínútur á Etihad-vellinum, með tíu menn. Það sem við gerðum hérna er ótrúlegt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Timber reyndi alls sex sendingar í leiknum en engin þeirra skilaði sér á samherja. Havertz reyndi fimm sendingar. Um einsdæmi er að ræða í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, eða að minnsta kosti svo langt sem gagnasafn Opta tölfræðiveitunnar nær, frá tímabilinu 2003-04. Þeir Havertz og Timber komu nefnilega ekki inn á sem varamenn heldur léku meira en 89 mínútur í leiknum. Timber var skipt af velli í uppbótartíma en Havertz kláraði leikinn. Jurrien Timber and Kai Havertz failed to complete any of their passes against Man City today 😬They're the first outfield players on record to play 89+ minutes of a Premier League match and not successfully pass to a teammate 🙃#MCIARS pic.twitter.com/Mj1IBb8e53— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2024 Arsenal var í vörn allan seinni hálfleikinn eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, í blálok fyrri hálfleiks fyrir að tefja að mati dómarans Michael Oliver. Liðið var þá 2-1 yfir, þrátt fyrir að Timber og Havertz hefðu ekki átt eina sendingu á samherja. Þeir fengu svo fá tækifæri til að spila boltanum í seinni hálfleik þegar City var nánast allan tímann með boltann, en jöfnunarmark City kom þó ekki fyrr en á síðustu stundu þegar John Stones tókst að jafna metin. Silva: Aðeins annað liðið vildi spila fótbolta Bernardo Silva, miðjumaður City, var ekki hrifinn af leikstíl Arsenal og sagði eftir leik: „Það var bara eitt lið sem kom til þess að spila fótbolta. Hitt liðið kom til þess að gera eins mikið og hægt væri með leyfi dómarans, því miður. Ég er ánægður með að við skulum alltaf fara á völlinn til þess að vinna hvern einasta leik,“ sagði Silva. Arsenal var aðeins nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta gestaliðið til að fagna sigri á Etihad-leikvanginum síðan Brentford vann þar fyrir tæpum tveimur árum, í nóvember 2022. „Það er kraftaverk að við höfum getað spilað svona í 56 mínútur á Etihad-vellinum, með tíu menn. Það sem við gerðum hérna er ótrúlegt,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira