„Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2024 07:02 Sir Alex og Cathy Ferguson þegar hún var enn á lífi. John Peters/Getty Images Sir Alex Ferguson, hinn goðsagnakenndi þjálfari Manchester United, settist niður á dögunum og ræddi eiginkonu sína heitina, Cathy. Einnig ræddi hann heilabilanir og hvað hann hefur gert til að halda sér sem skörpustum í ellinni. Hinn 82 ára gamli Ferguson stýrði Man United frá árinu 1986 til 2013. Byggði hann upp eitt sigursælasta félag allra tíma og náði hreint út sagt mögnuðum árangri. Þar áður hafði hann náð ótrúlegum árangri með Aberdeen í heimalandi sínu Skotlandi. Undir hans stjórn braut Aberdeen upp einokun Glasgow Rangers og Celtic ásamt því að félagið vann Evróputitil, gegn Real Madríd hvorki meira né minna. Sir Alex er hins vegar ekkill í dag eftir að eiginkona hans Cathy lést á síðasta ári. Hann ræddi missinn og margt fleira í viðtali við breska ríkisútvarpið á dögunum. „50 ár er langur tími. Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma,“ sagði Sir Alex og var síðan minntur á að hann hefði sagt Cathy vera helstu ástæðu velgengni sinnar. „Hún var forsprakki hljómsveitarinnar, það er enginn vafi um það.“ 'She was the leader of the band'Former Manchester United manager Sir Alex Ferguson spoke exclusively to Nina on #BBCBreakfast about his Playlist for Life - a dementia project to help families - and memories of his late wife Cathy https://t.co/mWBD7CjBu1 pic.twitter.com/tdAhW4S7S4— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) September 20, 2024 Í viðtalinu ræddi Ferguson lagalista sem hann hefur sett saman sem kallast „Lagalisti lífsins.“ Er það verkefni til heiðurs Cathy sem og til að hjálpa fjölskyldum þar sem einhver glímir við heilabilun. Síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum hjá Man United hefur ekki mikið gengið upp hjá félaginu og situr það sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Tónlist Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Hinn 82 ára gamli Ferguson stýrði Man United frá árinu 1986 til 2013. Byggði hann upp eitt sigursælasta félag allra tíma og náði hreint út sagt mögnuðum árangri. Þar áður hafði hann náð ótrúlegum árangri með Aberdeen í heimalandi sínu Skotlandi. Undir hans stjórn braut Aberdeen upp einokun Glasgow Rangers og Celtic ásamt því að félagið vann Evróputitil, gegn Real Madríd hvorki meira né minna. Sir Alex er hins vegar ekkill í dag eftir að eiginkona hans Cathy lést á síðasta ári. Hann ræddi missinn og margt fleira í viðtali við breska ríkisútvarpið á dögunum. „50 ár er langur tími. Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma,“ sagði Sir Alex og var síðan minntur á að hann hefði sagt Cathy vera helstu ástæðu velgengni sinnar. „Hún var forsprakki hljómsveitarinnar, það er enginn vafi um það.“ 'She was the leader of the band'Former Manchester United manager Sir Alex Ferguson spoke exclusively to Nina on #BBCBreakfast about his Playlist for Life - a dementia project to help families - and memories of his late wife Cathy https://t.co/mWBD7CjBu1 pic.twitter.com/tdAhW4S7S4— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) September 20, 2024 Í viðtalinu ræddi Ferguson lagalista sem hann hefur sett saman sem kallast „Lagalisti lífsins.“ Er það verkefni til heiðurs Cathy sem og til að hjálpa fjölskyldum þar sem einhver glímir við heilabilun. Síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum hjá Man United hefur ekki mikið gengið upp hjá félaginu og situr það sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Tónlist Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira