Viðar Ari lagði upp fyrsta mark leiksins en þurfti því miður að fara meiddur af velli á 25. mínútu. Ham-Kam gekk svo frá leiknum í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 4-0.
Brynjar Ingi hóf leik dagsins á bekknum en kom inn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Hann nýtti þær mínútur vel og skoraði hið mikilvæga fimmta mark á 88. mínútu. Lokatölur leiksins 5-0 og Ham-Kam nú með 28 stig í 8. sæti.