Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. september 2024 15:26 Hera Björk þegar hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í fyrra. Vísir/Hulda Margrét RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara. Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Fleiri fréttir Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Sjá meira
Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Fleiri fréttir Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Sjá meira