Enski boltinn

Segir að hann myndi kýla netníðingana í nefið ef þeir stæðu fyrir framan hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ange Postecoglou segir fáránlegt að netníð sé orðið hluti af veruleika fótboltamanna.
Ange Postecoglou segir fáránlegt að netníð sé orðið hluti af veruleika fótboltamanna. getty/David Rogers

Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent netníðingunum sem hafa gert leikmanni hans, Brennan Johnson, lífið leitt tóninn.

Johnson fékk harkalega gagnrýni á samfélagsmiðlum eftir tap Tottenham fyrir Arsenal, 0-1, í Norður-Lundúnaslagnum á sunnudaginn. Hann sá sig á endanum knúinn til að hætta á Instagram.

Postecoglu hefur nú komið sínum manni til varnar og sendi netníðingunum skýr skilaboð.

„Ég hata hvernig við höfum samþykkt svona hegðun. Ég hef verið að í langan tíma og fékk minn skerf af þessu þegar ég var að spila. En það var venjulega bara á vellinum og svo fórstu heim,“ sagði Postecoglu.

„Að verða fyrir níði, sem er persónulegt, mér finnst ekki að það eigi að vera hluti af þessu. Hvers konar manneskja skrifar svona um aðra? Þú sættir þig við gagnrýni og reiði á vellinum. En að setjast niður skrifa eitthvað nafnlaust. Segðu það fyrir framan mig og þú verður kýldur í nefið. Þá gerirðu það ekki aftur. En þeir gera það ekki.“

Tottenham vann nauman sigur á Coventry City, 1-2, í enska deildabikarnum í gær. Næsti leikur liðsins er gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×