Tuttugu konur saka Mohamed Al Fayed um kynferðisofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 07:16 Konurnar lýsa Fayed sem skrýmsli. Getty/BBC News/Jeff Overs Um 20 konur hafa sakað Mohamed Al Fayed, fyrrverandi eiganda Harrods, um kynferðisofbeldi, þar af fimm um nauðgun. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd BBC, Al Fayed: Predator at Harrods. Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið. Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið.
Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira