Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 07:02 Aramco hefur eytt gríðarlegum fjármunum í að reyna fegra ímynd sína undanfarin ár. Er fyrirtækið til að mynda einn helsti styrktaraðili Formúlu 1. Bradley Collyer/Getty Images Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI. Bensín og olía Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI.
Bensín og olía Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira