Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 20:42 Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kynnti stýrivaxtalækkunina í Washington D.C. í dag. AP/Ben Curtis Bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig. Um er að ræða fyrstu lækkunina í rúmlega fjögur ár, en vextir hafa verið óbreyttir í Bandaríkjunum í 14 mánuði. Lækkun upp á hálft prósentustig þýðir að vextir fara úr 5,3 prósentum í 4,8 prósent. Fyrir fram höfðu greinendur búist við vaxtalækkun, en margir höfðu talið að hún myndi nema fjórðungi úr prósentustigi, en ekki hálfu prósentustigi eins og raunin varð. Árið 2022 ákvað seðlabankinn að hækka stýrivexti nokkuð skarpt, til að bregðast við verðhækkunum og kæla hagkerfið. Nú telja sérfræðingar bankans að verðbólguhorfur séu góðar, og útlit fyrir að verðbólga nái brátt tveggja prósenta markmiði bankans. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag að um sterka aðgerð væri að ræða. Henni væri ætlað að varðveita þann árangur sem hefði náðst í efnahagsmálum. „Vinnumarkaðurinn er á góðum stað. Við viljum halda því þannig. Það er það sem við erum að gera,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Powell. Bandaríkin Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lækkun upp á hálft prósentustig þýðir að vextir fara úr 5,3 prósentum í 4,8 prósent. Fyrir fram höfðu greinendur búist við vaxtalækkun, en margir höfðu talið að hún myndi nema fjórðungi úr prósentustigi, en ekki hálfu prósentustigi eins og raunin varð. Árið 2022 ákvað seðlabankinn að hækka stýrivexti nokkuð skarpt, til að bregðast við verðhækkunum og kæla hagkerfið. Nú telja sérfræðingar bankans að verðbólguhorfur séu góðar, og útlit fyrir að verðbólga nái brátt tveggja prósenta markmiði bankans. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag að um sterka aðgerð væri að ræða. Henni væri ætlað að varðveita þann árangur sem hefði náðst í efnahagsmálum. „Vinnumarkaðurinn er á góðum stað. Við viljum halda því þannig. Það er það sem við erum að gera,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Powell.
Bandaríkin Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira