Sport

Bein út­sending: Bakgarðshlaupið í Heið­mörk

Garpur I. Elísabetarson skrifar
Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu íslandsmet í vor þegar Bakgarðshlaupið fór fram í Öskjuhlíð. Verður metið slegið aftur um helgina?
Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu íslandsmet í vor þegar Bakgarðshlaupið fór fram í Öskjuhlíð. Verður metið slegið aftur um helgina? Vilhelm

Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina og eru yfir 250 þáttakendur skráðir til leiks. Mikil spenna er fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt.

Bakgarðshlaupið verður í beinni útsendingu á Vísi alla helgina. 

Hlaupararnir fá eina klukkustund til að hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og verður hlaupið þar til einungis einn er eftir. Mari Järsk sigraði hlaupið sem fór fram í Öskjuhlíðinni í vor en þá hljóp hún 382 kílómetra.

  • Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir
  • Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir
  • Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir
  • Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir
  • Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur
  • Árið 2023 Heiðmörk: Marlena Radziszewska - 38 hringir
  • Árið 2024 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 57 hringir
  • Árið 2024 Heiðmörk: ?

Fylgst er með gangi mála í Vaktinni hér fyrir neðan: 

Ef Vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða (e.refresh) síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×