Settu sprengjur í símboðana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 23:26 Mikil ringulreið ríkti í Beirút, höfuðborg Líbanon, eftir sprengingarnar. Houssam Shbaro/Anadolu via Getty Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum, meðal annars innan úr bandaríska stjórnkerfinu, sem fengið hafa upplýsingar um málið. Í frétt NYT segir að símboðarnir, sem Hezbollah hafi pantað frá fyrirtækinu Gold Appollo í Taívan, hafi innihaldið um 30 til 60 grömm af sprengieni hver. Efninu hafi verið komið fyrir við rafhlöðu hvers tækis, sem einnig var búið fjarstýrðum hvellhettum sem hægt hafi verið að virkja úr langri fjarlægð. Hér að neðan má sjá tvö myndband af því þegar símboðarnir sprungu. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Svo reyndist ekki vera, heldur virkjuðu skilaboðin hvellhetturnar með þeim afleiðingum að rúmlega 2.800 manns slösuðust og minnst níu létu lífið. Einhverjum símboðanna, sem voru um þrjú þúsund talsins, hafði einnig verið dreift til bandamanna Hezbollah í Sýrlandi og Íran. Árásin hafði áhrif á öll þau tæki sem kveikt var á og gátu tekið við skilaboðum. Hezbollah hefur sakað Ísraelsmenn um árásina, sem hafa ekki tjáð sig um hana. NYT hefur eftir sérfræðingi í netöryggi að af myndskeiðum að dæma sé ljóst að sprengiefni hafi verið í tækjunum. „Líklega var búið að eiga við símboðana með einhverjum hætti, gagngert til að valda sprengingum. Stærð og styrkur srpengingarinnar gefur til kynna að þetta hafi ekki bara verið rafhlaðan,“ segir Mikko Hypponen, rannsóknarsérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WithSecure og ráðgjafi um netglæpi hjá Interpol. Höfðu varann á varðandi farsíma Fyrr á árinu takmarkaði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, verulega notkun liðsmanna sinna á farsímum, sem hann taldi viðkvæma fyrir njósnum Ísraelsmanna. „Þessari árás var miðað á akkílesarhæl samtakanna, því hún gerði úti um helstu samskiptaleið þeirra,“ hefur NYT eftir Keren Elazeri, ísraelskum netöryggisgreinanda hjá háskólanum í Tel Aviv. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum, meðal annars innan úr bandaríska stjórnkerfinu, sem fengið hafa upplýsingar um málið. Í frétt NYT segir að símboðarnir, sem Hezbollah hafi pantað frá fyrirtækinu Gold Appollo í Taívan, hafi innihaldið um 30 til 60 grömm af sprengieni hver. Efninu hafi verið komið fyrir við rafhlöðu hvers tækis, sem einnig var búið fjarstýrðum hvellhettum sem hægt hafi verið að virkja úr langri fjarlægð. Hér að neðan má sjá tvö myndband af því þegar símboðarnir sprungu. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Svo reyndist ekki vera, heldur virkjuðu skilaboðin hvellhetturnar með þeim afleiðingum að rúmlega 2.800 manns slösuðust og minnst níu létu lífið. Einhverjum símboðanna, sem voru um þrjú þúsund talsins, hafði einnig verið dreift til bandamanna Hezbollah í Sýrlandi og Íran. Árásin hafði áhrif á öll þau tæki sem kveikt var á og gátu tekið við skilaboðum. Hezbollah hefur sakað Ísraelsmenn um árásina, sem hafa ekki tjáð sig um hana. NYT hefur eftir sérfræðingi í netöryggi að af myndskeiðum að dæma sé ljóst að sprengiefni hafi verið í tækjunum. „Líklega var búið að eiga við símboðana með einhverjum hætti, gagngert til að valda sprengingum. Stærð og styrkur srpengingarinnar gefur til kynna að þetta hafi ekki bara verið rafhlaðan,“ segir Mikko Hypponen, rannsóknarsérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WithSecure og ráðgjafi um netglæpi hjá Interpol. Höfðu varann á varðandi farsíma Fyrr á árinu takmarkaði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, verulega notkun liðsmanna sinna á farsímum, sem hann taldi viðkvæma fyrir njósnum Ísraelsmanna. „Þessari árás var miðað á akkílesarhæl samtakanna, því hún gerði úti um helstu samskiptaleið þeirra,“ hefur NYT eftir Keren Elazeri, ísraelskum netöryggisgreinanda hjá háskólanum í Tel Aviv.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent