Settu sprengjur í símboðana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 23:26 Mikil ringulreið ríkti í Beirút, höfuðborg Líbanon, eftir sprengingarnar. Houssam Shbaro/Anadolu via Getty Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum, meðal annars innan úr bandaríska stjórnkerfinu, sem fengið hafa upplýsingar um málið. Í frétt NYT segir að símboðarnir, sem Hezbollah hafi pantað frá fyrirtækinu Gold Appollo í Taívan, hafi innihaldið um 30 til 60 grömm af sprengieni hver. Efninu hafi verið komið fyrir við rafhlöðu hvers tækis, sem einnig var búið fjarstýrðum hvellhettum sem hægt hafi verið að virkja úr langri fjarlægð. Hér að neðan má sjá tvö myndband af því þegar símboðarnir sprungu. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Svo reyndist ekki vera, heldur virkjuðu skilaboðin hvellhetturnar með þeim afleiðingum að rúmlega 2.800 manns slösuðust og minnst níu létu lífið. Einhverjum símboðanna, sem voru um þrjú þúsund talsins, hafði einnig verið dreift til bandamanna Hezbollah í Sýrlandi og Íran. Árásin hafði áhrif á öll þau tæki sem kveikt var á og gátu tekið við skilaboðum. Hezbollah hefur sakað Ísraelsmenn um árásina, sem hafa ekki tjáð sig um hana. NYT hefur eftir sérfræðingi í netöryggi að af myndskeiðum að dæma sé ljóst að sprengiefni hafi verið í tækjunum. „Líklega var búið að eiga við símboðana með einhverjum hætti, gagngert til að valda sprengingum. Stærð og styrkur srpengingarinnar gefur til kynna að þetta hafi ekki bara verið rafhlaðan,“ segir Mikko Hypponen, rannsóknarsérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WithSecure og ráðgjafi um netglæpi hjá Interpol. Höfðu varann á varðandi farsíma Fyrr á árinu takmarkaði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, verulega notkun liðsmanna sinna á farsímum, sem hann taldi viðkvæma fyrir njósnum Ísraelsmanna. „Þessari árás var miðað á akkílesarhæl samtakanna, því hún gerði úti um helstu samskiptaleið þeirra,“ hefur NYT eftir Keren Elazeri, ísraelskum netöryggisgreinanda hjá háskólanum í Tel Aviv. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum, meðal annars innan úr bandaríska stjórnkerfinu, sem fengið hafa upplýsingar um málið. Í frétt NYT segir að símboðarnir, sem Hezbollah hafi pantað frá fyrirtækinu Gold Appollo í Taívan, hafi innihaldið um 30 til 60 grömm af sprengieni hver. Efninu hafi verið komið fyrir við rafhlöðu hvers tækis, sem einnig var búið fjarstýrðum hvellhettum sem hægt hafi verið að virkja úr langri fjarlægð. Hér að neðan má sjá tvö myndband af því þegar símboðarnir sprungu. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Svo reyndist ekki vera, heldur virkjuðu skilaboðin hvellhetturnar með þeim afleiðingum að rúmlega 2.800 manns slösuðust og minnst níu létu lífið. Einhverjum símboðanna, sem voru um þrjú þúsund talsins, hafði einnig verið dreift til bandamanna Hezbollah í Sýrlandi og Íran. Árásin hafði áhrif á öll þau tæki sem kveikt var á og gátu tekið við skilaboðum. Hezbollah hefur sakað Ísraelsmenn um árásina, sem hafa ekki tjáð sig um hana. NYT hefur eftir sérfræðingi í netöryggi að af myndskeiðum að dæma sé ljóst að sprengiefni hafi verið í tækjunum. „Líklega var búið að eiga við símboðana með einhverjum hætti, gagngert til að valda sprengingum. Stærð og styrkur srpengingarinnar gefur til kynna að þetta hafi ekki bara verið rafhlaðan,“ segir Mikko Hypponen, rannsóknarsérfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu WithSecure og ráðgjafi um netglæpi hjá Interpol. Höfðu varann á varðandi farsíma Fyrr á árinu takmarkaði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, verulega notkun liðsmanna sinna á farsímum, sem hann taldi viðkvæma fyrir njósnum Ísraelsmanna. „Þessari árás var miðað á akkílesarhæl samtakanna, því hún gerði úti um helstu samskiptaleið þeirra,“ hefur NYT eftir Keren Elazeri, ísraelskum netöryggisgreinanda hjá háskólanum í Tel Aviv.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38