Stefán Teitur Þórðarsson spilaði 68 mínútur á miðju Preston sem gerði 1-1 jafntefli við Fulham. Preston vann síðan vítaspyrnukeppnina 16-15.
Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Brentford í 3-1 sigri á heimavelli gegn Leyton Orient þar sem gestirnir misstu mann af velli. Hákon stóð sig vel í leiknum, varði tvö skot og fékk boltann mikið í lappir.
Úrslit úr öðrum leikjum
Crystal Palace sótti 1-2 útisigur gegn QPR. Eberechi Eze lagði fyrra markið upp á Eddie Nketiah og skoraði svo sjálfur. Sam Field minnkaði muninn í seinni hálfleik en heimamenn komust ekki nær.
Everton og Southampton skildu jöfn, 1-1. Everton komst yfir þökk sé Abdoulaye Doucouré en Taylor Harwood-Bellis jafnaði fyrir gestina í seinni hálfleik. Southampton fór svo með sigur í vítaspyrnukeppninni, 5-6.
Stoke City komst einnig áfram í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli gegn Fleetwood.
Þá vann Sheffield Wednesday 0-1 á útivelli gegn Blackpool.
Dregið verður í fjórðu umferð enska deildarbikarsins þann 25. september.