Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2024 09:56 Hópurinn sem kom að gerð Shogun þáttanna var hæstánægður á Emmy verðlaunahátíðinni í nótt. Kevin Mazur/Getty Images Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki. Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins. Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik. The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík. Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Hollywood Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki. Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins. Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik. The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík. Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Hollywood Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira