Berbrjósta kylfusveinar fagna sigri á kvennagolfmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 21:48 Kylfusveinarnir, sem eru af karlkyni, rifu sig úr að ofan til að fagna sigrinum. Kylfingarnir, sem eru allir af kvenkyni, létu það hins vegar vera. Scott Taetsch/Getty Images Lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu á Solheim bikarmótinu í golfi. Evrópa hafði unnið síðustu fjórar keppnir en komst ekki nálægt titlinum í ár. Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls. Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til. Það vakti töluverða athygli í gær þegar einn kylfusveinn missti sig í fagnaðarlátum og reif sig úr að ofan. Kollegar hans ákváðu að halda því áfram í dag.Gregory Shamus/Getty Images Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York. Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls. Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til. Það vakti töluverða athygli í gær þegar einn kylfusveinn missti sig í fagnaðarlátum og reif sig úr að ofan. Kollegar hans ákváðu að halda því áfram í dag.Gregory Shamus/Getty Images Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York. Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira