Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 17:29 Nicolás Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að fjölmiðlum og frjálsum skoðanaskiptum í landinu. Getty/Jesus Vargas Bandaríkjastjórn hafnar ásökunum stjórnvalda í Venesúela um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi reynt að myrða Nicolás Maduro forseta og aðra háttsetta embættismenn. Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela. Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela.
Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57