Tvö glæsimörk skoruð í endurkomusigri Newcastle Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 17:28 Markaskorararnir Harvey Barnes og Fabian Schar fagna sigurmarkinu. Bruno Guimares skellti sér á bak. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Newcastle skoraði tvö glæsimörk og sótti 1-2 útivallarsigur eftir að hafa lent undir gegn Wolverhampton Wanderers í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira