„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 17:01 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Fylkir var langt frá því að sýna sínar bestu hliðar í dag en slapp inn í hálfleik aðeins einu marki undir. Snemma í seinni hálfleik hins vegar tvöfaldaði Keflavík forystuna og gerði eiginlega út af við leikinn. Þar var á ferð Sigurbjörg Diljá, dóttir Gunnars, sem vakti eðlilega blendnar tilfinningar hjá þjálfaranum. „Svo sannarlega. Frábært mark hjá henni, virkilega vel afgreitt. En á móti, að fá á sig annað markið, það var högg og erfitt að koma til baka eftir það. Við misstum alls ekki trúna en jú, þetta var mjög skrítin tilfinning. Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur við að lenda 2-0 undir.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir er fædd árið 2008 en hefur skorað tvisvar í sumar.facebook / knattspyrnudeild keflavíkur Liðið var í fallbaráttu allt tímabilið, endar með þessu tapi í neðsta sæti deildarinnar og fer niður í Lengjudeild. Gunnar segir þó góðan kjarna til staðar í Árbænum og telur víst að framtíð félagsins sé björt. „Tímabilið er bara að klárast núna. Ég er stoltur af þessum stelpum þó það hafi ekki gengið upp í dag. Við erum með nánast eingöngu íslenskt lið, einn erlendan leikmann. Sama lið byrjar undirbúningstímabilið og endar mótið, við fórum inn í mótið nánast með sama lið og fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra, ákváðum að standa og falla með því. Styrktum okkur með tveimur erlendum leikmönnum en misstum Kaylu [Bruster] síðustu 4-5 leiki, sem var mjög slæmt. En hérna er mjög góður kjarni, góður hópur af leikmönnum og annað, ég hef ekki trú á öðru en að flestir leikmenn verði áfram og taki slaginn með Fylki, það er björt framtíð hjá þessu félagi.“ Líður vel í Árbænum en samningurinn að renna út Liðið vel skipað og stefnan sett strax aftur upp. Samningur Gunnars er hins vegar að renna út og óljóst enn hvort hann verði áfram með liðið. „Mér hefur liðið mjög vel hérna, gott að vera í Árbænum og það skýrist bara mjög fljótlega hvað verður.“ Snæða saman í kvöld Framtíðin er óráðin en Fylkir ætlar að gera vel við sig í kvöld eftir langt og strangt tímabil. „Það er eitthvað hérna í kvöld, hittast og borða saman. Síðan tökum við tvær æfingar í næstu viku, klára tímabilið og svo hlöðum við batterýin áður en við byrjum aftur og ég er þess fullviss að Fylkir verði í Bestu deildinni áður en langt um líður,“ sagði Gunnar að lokum.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira