Enski boltinn

Jason Daði lagði upp mark en það dugði ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson átti stoðsendingu en Grimsby þurfti meira eftir að hafa lent 2-0 undir.
Jason Daði Svanþórsson átti stoðsendingu en Grimsby þurfti meira eftir að hafa lent 2-0 undir. Getty/Michael Regan

Jason Daði Svanþórsson og félagar í Grimsby máttu sætta sig við tap á heimavelli í ensku d-deildinni í dag.

Grimsby tapaði 1-2 á móti Barrow.

Jason Daði var í byrjunarliði Grimsby og lagði upp mark liðsins fyrir Kieran Green í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.

Grimsby náði þar með að minnka muninn rétt fyrir hálfleik. Því miður tókst þeim ekki að snúa við leiknum í síðari og stóðu því uppi stigalausir.

Bæði mörk Barrow komu á fyrstu 26 mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Sam Foley en það síðara Theo Vassell.

Jason Daði var tekinn af velli á 77. mínútu. Grimsby var meira með boltann en Barrow átti fleiri skot.

Eftir þetta tap þá er Grimsby í 21. sæti af 24 liðum en Barrow menn eru aftur á móti í þriðja sæti með fjóra sigra í fyrstu sex leikjunum.

Jason Daði er með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu fimm leikjunum í D-deildinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×