Tiger í enn eina bakaðgerðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2024 22:25 Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Vísir/EPA-EFE/JUSTIN LANE Raðsigurvegarinn Tiger Woods hefur farið í enn eina bakaðgerðina til að losa um verkina sem hafa plagað hann á yfirstandandi tímabili. Woods er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hefur glímt við gríðarlega erfið bakmeiðsli á ferli sínum. Svo slæm voru þau að hann ánetjaðist verkjalyfjum á sínum tíma til að lina þjáningar sínar. Í yfirlýsingu á X, áður Twitter, segir kylfingurinn að hann hafi farið í aðgerð neðarlega á baki til að losa um verk á föstudagsmorgun. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir hana hafa heppnast vel. pic.twitter.com/PFOnFxlTa7— Tiger Woods (@TigerWoods) September 13, 2024 Hinn 48 ára Woods hefur ekki spilað síðan honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna í júlí síðastliðnum. Hann hefur spilað takmarkað síðan hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2021. „Aðgerðin gekk vel og ég vona að hún losi um verkinn sem ég hef fundið fyrir nær allt árið. Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna sem og að undirbúa mig undir daglegt líf, þar á meðal golf.“ Woods hefur tekið þátt á fjórum meistaramótum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á þremur þeirra en endaði í 60. sæti á Masters-mótinu. Golf Mest lesið Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Njarðvík leikur í IceMar-höllinni Körfubolti Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Íslenskt hugvit á að umbylta golfheiminum LIV-kylfingar mega áfram taka þátt í Ryder-bikarnum og PGA-meistaramótinu Guðrún Brá í góðri stöðu eftir sinn besta árangur Berbrjósta kylfusveinar fagna sigri á kvennagolfmóti Tiger í enn eina bakaðgerðina Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Íslenskum kylfingum fjölgaði um tvö þúsund Setti soninn sinn ofan í bikarinn Gagnrýndi mótafyrirkomulagið en vann síðan 3,5 milljarða Náði lengsta pútti sögunnar Sjá meira
Woods er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hefur glímt við gríðarlega erfið bakmeiðsli á ferli sínum. Svo slæm voru þau að hann ánetjaðist verkjalyfjum á sínum tíma til að lina þjáningar sínar. Í yfirlýsingu á X, áður Twitter, segir kylfingurinn að hann hafi farið í aðgerð neðarlega á baki til að losa um verk á föstudagsmorgun. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir hana hafa heppnast vel. pic.twitter.com/PFOnFxlTa7— Tiger Woods (@TigerWoods) September 13, 2024 Hinn 48 ára Woods hefur ekki spilað síðan honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna í júlí síðastliðnum. Hann hefur spilað takmarkað síðan hann lenti í skelfilegu bílslysi árið 2021. „Aðgerðin gekk vel og ég vona að hún losi um verkinn sem ég hef fundið fyrir nær allt árið. Ég hlakka til að takast á við endurhæfinguna sem og að undirbúa mig undir daglegt líf, þar á meðal golf.“ Woods hefur tekið þátt á fjórum meistaramótum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á þremur þeirra en endaði í 60. sæti á Masters-mótinu.
Golf Mest lesið Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Njarðvík leikur í IceMar-höllinni Körfubolti Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Íslenskt hugvit á að umbylta golfheiminum LIV-kylfingar mega áfram taka þátt í Ryder-bikarnum og PGA-meistaramótinu Guðrún Brá í góðri stöðu eftir sinn besta árangur Berbrjósta kylfusveinar fagna sigri á kvennagolfmóti Tiger í enn eina bakaðgerðina Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Íslenskum kylfingum fjölgaði um tvö þúsund Setti soninn sinn ofan í bikarinn Gagnrýndi mótafyrirkomulagið en vann síðan 3,5 milljarða Náði lengsta pútti sögunnar Sjá meira