Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 12:23 Myndirnar sýna Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ræða við vísindamenn þar sem þeir eru umkringdir skilvindum sem notaðar eru til að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna. Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna.
Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09
Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51
Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48