Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 12:23 Myndirnar sýna Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ræða við vísindamenn þar sem þeir eru umkringdir skilvindum sem notaðar eru til að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna. Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna.
Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09
Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51
Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48