Uppgjörið: Fram - Haukar 27-26 | Heimakonur unnu æsispennandi leik Þorsteinn Hjálmsson skrifar 14. september 2024 15:45 Kristrún Steindórsdóttir kom 4 mörkum að. vísir / viktor freyr Fram vann eins marks sigur á Haukum í 2. umferð Olís-deildar kvenna. Lokatölur 27-26 í leik þar sem allt var í járnum. Heimakonur í Fram voru með yfirhöndina fyrstu tíu mínútur leiksins, en þá kom góður kafli hjá Haukum og voru þær komnar með fjögurra marka forystu eftir rétt rúman stundarfjórðung, staðan 6-10. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu á báðum endum vallarins. vísir / viktor freyr Þá tók þjálfarateymi Fram leikhlé sem heldur betur hjálpaði liðinu í framhaldinu. Spiluðu þær svo gott sem óaðfinnanlegan varnarleik næstu mínútur og tókst Haukum ekki að skora mark á næstu átta mínútum. Á meðan nálguðust heimakonur forystu gestanna og var staðan orðin 9-10 þegar Haukar tóku leikhlé. Eftir það leikhlé jókst hraðinn í leiknum til muna og var allt jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik, staðan 14-14. Eftir þennan kaflaskipta fyrri hálfleik þá leiddust liðin að nánast allan síðari hálfleikinn og munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. Hart barist við Hauka. vísir / viktor freyr Það var ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru eftir að heimakonur í tveggja marka forystu og svo fljótlega í þriggja marka forystu. Haukar náðu að minnka þá forystu niður í eitt mark þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá tóku Framarar leikhlé. Eftir leikhléið tapaðist boltinn fljótlega í hendur Hauka sem tóku þá einnig leikhlé, með 6 sekúndur eftir á leikklukkunni. Eftir leikhléið stilltu Haukar upp í skot fyrir Söru Odden sem skaut fram hjá og sigur Fram því staðfestur. Framarar fagna sigri. vísir / viktor freyr Atvik leiksins Síðustu 18 sekúndur leiksins voru rosalegar. Framarar voru nálægt því að tapa niður svo gott sem unnum leik niður í jafntefli, en heilladísirnar voru með þeim í liði þegar skot Söru Odden hitti ekki markið. Stjörnur og skúrkar Darija Zecevic, markvörður Fram, hélt uppteknum hætti frá síðasta leik og varði mjög vel. Ellefu varin skot sem skilaði henni 40 prósent markvörslu. Darija Zecevic var mikilvæg fyrir sitt lið í dag. vísir / viktor freyr Alfa Brá Hagalín var einnig gulls í gildi fyrir Fram á lokakaflanum, en hún skoraði síðustu þrjú mörk síns liðs á spennuþrungnasta kafla leiksins. Sóknarleikur Hauka ver ekki góður í dag. Það mæddi full mikið á Elíu Klöru Þorkelsdóttur í sóknarleiknum og voru meðspilarar hennar lítið að taka af skarið sóknarlega, en ef það gerðist var það með mjög misjöfnum árangri. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæmdu þennan leik ágætlega, ekkert frábærlega en heldur ekki illa. Það var í nokkur skipti sem leikmenn skildu allavega lítið í dómum þeirra. Stemning og umgjörð Frábær stemning og umgjörð hjá Fram á þeirra glæsilega heimavelli. Fín mæting var hjá stuðningsfólki Fram og lét stuðningsmannasveit þeirra vel í sér heyra allan leikinn. Húmorinn var í lagi hjá sveitinni, en þeir sungu „Stebbi er Framari“ undir lok leiksins og beindu með því söng sínum að Stefáni Arnarssyni, öðrum þjálfara Hauka, sem þjálfaði lið Fram um árabil. Díana Guðjónsdóttir: Það vantaði helvíti margt upp á í dag „Bara allt of margir leikmenn ekki að skila sínu í dag, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik þá taka þær kafla 7-4 og við erum allt of soft varnarlega, við erum lítið að brjóta. Það vantaði helvíti margt upp á í dag.“ „Þetta er bara stöngin inn, stöngin út í dag, en við erum að fara með allt of mikið af færum og við erum bara allt, allt of soft varnarlega, finnst mér. Þetta var bara allt of auðvelt fyrir þær, auðvelt fyrir skytturnar þeirra.“ Aðspurð út í sóknarleik liðs síns í dag, þá var Díana ekki ánægð með hann. „Mér fannst hann ekki góður. Mér fannst of mikið dripl og lítið flot á boltanum, en þegar flotið kom þá vorum við að fá opin færi, en það var allt of mikið dripl og lítið tempó.“ Olís-deild kvenna Fram Haukar
Fram vann eins marks sigur á Haukum í 2. umferð Olís-deildar kvenna. Lokatölur 27-26 í leik þar sem allt var í járnum. Heimakonur í Fram voru með yfirhöndina fyrstu tíu mínútur leiksins, en þá kom góður kafli hjá Haukum og voru þær komnar með fjögurra marka forystu eftir rétt rúman stundarfjórðung, staðan 6-10. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu á báðum endum vallarins. vísir / viktor freyr Þá tók þjálfarateymi Fram leikhlé sem heldur betur hjálpaði liðinu í framhaldinu. Spiluðu þær svo gott sem óaðfinnanlegan varnarleik næstu mínútur og tókst Haukum ekki að skora mark á næstu átta mínútum. Á meðan nálguðust heimakonur forystu gestanna og var staðan orðin 9-10 þegar Haukar tóku leikhlé. Eftir það leikhlé jókst hraðinn í leiknum til muna og var allt jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik, staðan 14-14. Eftir þennan kaflaskipta fyrri hálfleik þá leiddust liðin að nánast allan síðari hálfleikinn og munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. Hart barist við Hauka. vísir / viktor freyr Það var ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru eftir að heimakonur í tveggja marka forystu og svo fljótlega í þriggja marka forystu. Haukar náðu að minnka þá forystu niður í eitt mark þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá tóku Framarar leikhlé. Eftir leikhléið tapaðist boltinn fljótlega í hendur Hauka sem tóku þá einnig leikhlé, með 6 sekúndur eftir á leikklukkunni. Eftir leikhléið stilltu Haukar upp í skot fyrir Söru Odden sem skaut fram hjá og sigur Fram því staðfestur. Framarar fagna sigri. vísir / viktor freyr Atvik leiksins Síðustu 18 sekúndur leiksins voru rosalegar. Framarar voru nálægt því að tapa niður svo gott sem unnum leik niður í jafntefli, en heilladísirnar voru með þeim í liði þegar skot Söru Odden hitti ekki markið. Stjörnur og skúrkar Darija Zecevic, markvörður Fram, hélt uppteknum hætti frá síðasta leik og varði mjög vel. Ellefu varin skot sem skilaði henni 40 prósent markvörslu. Darija Zecevic var mikilvæg fyrir sitt lið í dag. vísir / viktor freyr Alfa Brá Hagalín var einnig gulls í gildi fyrir Fram á lokakaflanum, en hún skoraði síðustu þrjú mörk síns liðs á spennuþrungnasta kafla leiksins. Sóknarleikur Hauka ver ekki góður í dag. Það mæddi full mikið á Elíu Klöru Þorkelsdóttur í sóknarleiknum og voru meðspilarar hennar lítið að taka af skarið sóknarlega, en ef það gerðist var það með mjög misjöfnum árangri. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæmdu þennan leik ágætlega, ekkert frábærlega en heldur ekki illa. Það var í nokkur skipti sem leikmenn skildu allavega lítið í dómum þeirra. Stemning og umgjörð Frábær stemning og umgjörð hjá Fram á þeirra glæsilega heimavelli. Fín mæting var hjá stuðningsfólki Fram og lét stuðningsmannasveit þeirra vel í sér heyra allan leikinn. Húmorinn var í lagi hjá sveitinni, en þeir sungu „Stebbi er Framari“ undir lok leiksins og beindu með því söng sínum að Stefáni Arnarssyni, öðrum þjálfara Hauka, sem þjálfaði lið Fram um árabil. Díana Guðjónsdóttir: Það vantaði helvíti margt upp á í dag „Bara allt of margir leikmenn ekki að skila sínu í dag, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik þá taka þær kafla 7-4 og við erum allt of soft varnarlega, við erum lítið að brjóta. Það vantaði helvíti margt upp á í dag.“ „Þetta er bara stöngin inn, stöngin út í dag, en við erum að fara með allt of mikið af færum og við erum bara allt, allt of soft varnarlega, finnst mér. Þetta var bara allt of auðvelt fyrir þær, auðvelt fyrir skytturnar þeirra.“ Aðspurð út í sóknarleik liðs síns í dag, þá var Díana ekki ánægð með hann. „Mér fannst hann ekki góður. Mér fannst of mikið dripl og lítið flot á boltanum, en þegar flotið kom þá vorum við að fá opin færi, en það var allt of mikið dripl og lítið tempó.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti