Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:42 Stefán Árni Geirsson spilar að líkindum ekki meira með KR á tímabilinu. Vísir/HAG Þeir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson, leikmenn KR í Bestu deild karla, eiga á hættu að taka ekki frekari þátt á þessari leiktíð. Það munar um minna fyrir Vesturbæinga. Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann