Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:42 Stefán Árni Geirsson spilar að líkindum ekki meira með KR á tímabilinu. Vísir/HAG Þeir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson, leikmenn KR í Bestu deild karla, eiga á hættu að taka ekki frekari þátt á þessari leiktíð. Það munar um minna fyrir Vesturbæinga. Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Í beinni: Arsenal - Southampton | Sigurlausir nýliðar mæta á Emirates Enski boltinn Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Í beinni: Þór/KA - Víkingur | Spila um bronssætið „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ KR sækir tvo frá Fjölni Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Verður áhorfendametið slegið á morgun? Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Snýr aftur heim í KR Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Sjáðu slysalegt sjálfsmark og Emil skora í tólfta sinn Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Oliver við æfingar á Englandi eftir frábært tímabil með ÍBV Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Fær Njarðvík frekar stimpilinn? „Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn „Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Uppgjörið og viðtöl: FH - Breiðablik 0-1 | Kristinn kom Blikum á toppinn með marki úr hornspyrnu Uppgjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu Uppgjörið: Vestri - HK 2-1 | Vestri úr fallsæti og með örlögin í eigin höndum Sjá meira
Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Í beinni: Arsenal - Southampton | Sigurlausir nýliðar mæta á Emirates Enski boltinn Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Í beinni: Þór/KA - Víkingur | Spila um bronssætið „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ KR sækir tvo frá Fjölni Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Verður áhorfendametið slegið á morgun? Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Snýr aftur heim í KR Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Sjáðu slysalegt sjálfsmark og Emil skora í tólfta sinn Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Oliver við æfingar á Englandi eftir frábært tímabil með ÍBV Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Fær Njarðvík frekar stimpilinn? „Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn „Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Uppgjörið og viðtöl: FH - Breiðablik 0-1 | Kristinn kom Blikum á toppinn með marki úr hornspyrnu Uppgjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu Uppgjörið: Vestri - HK 2-1 | Vestri úr fallsæti og með örlögin í eigin höndum Sjá meira