Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2024 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir með tveimur liðsfélögum sínum í Bayern á kynningarkvöldi heimildaþáttanna „Mehr als 90 minuten“. Þetta eru þær Klara Bühl og Linda Sembrant. @fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir er að sjálfsögðu í stóru hlutverki í nýjum heimildarmyndaþáttum um kvennalið Bayern München en fyrsti þátturinn var frumsýndur í gær. Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira