Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 09:00 Cristiano Ronaldo þegar hann lék undir stjórn Erik ten Hag hjá Manchester United. Getty/ Ian Hodgson Cristiano Ronaldo þekkir það vel að spila fyrir Manchester United þegar félagið var meðal þeirra bestu í Evrópu en líka það að spila undir stjórn Hollendingsins Erik ten Hag. Hann gagnrýnir gamla stjórann sinn og gamla félagið sitt í nýjum hlaðvarpsþætti. United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira