„Góði líttu þér nær!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 22:08 Andrés Ingi Jónsson (t.h.) baunaði allhressilega á formann síns gamla flokks, Guðmund Inga Guðbrandsson (t.v.). Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða. Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum. Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum.
Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira