Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri þar sem segir að íþróttafólkið sem fyrirtækið á í samstarfi við hafi jafnframt sett samtals fimm ólympíumótsmet á leikunum.
Íþróttafólkið sem Össur starfar með vann til alls ellefu gullverðlauna, sjö silfurverðlauna og fernra bronsverðlauna, og þetta magn verðlauna hefði skilað Össuri 11. sæti yfir flest verðlaun væri lið Össurar að keppa sem ein þjóð.
Á meðal íþróttafólksins sem nýtir stoðtæki frá Össuri er Fleur Jong frá Hollandi sem varði ólympíumeistaratitil sinn í hlaupi og langstökki, og raunar nota allir þrír verðlaunahafarnir í langstökki kvenna, í flokki T64, stoðtæki frá Össuri. Marlene van Gansewinkel frá Hollandi fékk silfur og Beatriz Hatz frá Bandaríkjunum brons.
Þjóðverjinn Markus Rehm vann sín fjórðu ólympíuverðlaun þegar hann stökk 8,13 metra í langstökki, þar sem Bandaríkjamaðurinn Derek Loccident fékk silfur, og þeir nota báðir fætur frá Össuri.

Össur útvegar einnig stoðtæki fyrir nýkrýnda ólympíumeistara í þríþraut og hjólreiðum, en hér að neðan má sjá lista yfir verðlaunahafana sem fyrirtækið starfar með.
Verðlaunahafar sem Össur starfar með:
NAFN |
ÞJÓÐ |
FLOKKUR |
ÍÞRÓTT |
VERÐLAUN |
Beatriz Hatz |
Bandaríkin |
T64 |
Langstökk |
BRONS - 5.38m |
Daniel Molina |
Spánn |
PTS3 |
Þríþraut |
GULL - 1:08:05 |
Daniel Wagner |
Danmörk |
T63 |
Langstökk 100m |
SILFUR - PB - 7.39m SILFUR – PB – 12.08 |
Derek Loccident |
Bandaríkin |
T64 |
Langstökk Hástökk |
SILFUR - 7.79 SILFUR - Paralympic met 2.06m |
Felix Streng |
Þýskaland |
T64 |
100m |
BRONS - 10.77 |
Fleur Jong |
Holland |
T64 |
Langstökk 100m |
GULL - Paralympic met - 6.53m GULL – 12.54 (Paralympic met í riðlakeppni 12.48) |
Grace Norman |
Bandaríkin |
PTS5 |
Þríþraut |
GULL - 1:04:40 |
Hunter Woodhall |
Bandaríkin |
T62 |
400m 4x100m boðhlaup |
GULL - 46.36 BRONS |
Jody Cundy |
Bretland |
C1-5 |
750m Blandað |
GULL - 47.738 |
Markus Rehm |
Þýskaland |
T64 |
Langstökk |
GULL - 8.13m |
Marlene van Gansewinkel |
Holland |
T64 |
Langstökk 200m 100m |
SILFUR - PB - 5.87m SILFUR – 26.14 BRONS – 12.72 |
Mitch Valize |
Holland |
H5 |
Tímatökur Götuhjólreiðar |
GULL - 41:01.59 GULL – 1:33:12 |
Mohamed Lahna |
Bandaríkin |
PTS2 |
Þríþraut |
SILFUR - 1:07:18 |
Sherman Isidro Guity |
Kosta Ríka |
T64 |
100m 200m |
GULL - Paralympic met - 10.65 GULL – Paralympic met - 21.32 |