Miðjumaðurinn er lykilleikmaður hjá Arsenal en meiðslin koma ekki á góðum tíma fyrir Skytturnar en liðið á fyrir höndum leik gegn erkifjendunum í Tottenham á sunnudaginn og það í ensku úrvalsdeildinni. Því næst mætir liðið Atalanta í Meistaradeild Evrópu og síðan Manchester City í deildinni. Ødegaard mun ekki ná þeim leikjum.
Til að bæta gráu ofan á svart verður Declan Rice fyrirliði Arsenal í leikbanni um helgina.
Ola Sand liðslæknir norska landsliðsins segir í samtali við norska miðilinn VG að meiðslin haldi Ødegaard frá vellinum í það minnsta í þrjár vikur og allt upp í sex vikur.